Hinar íslensku Super Bowl auglýsingar: Í tísku að keyra á tilfinningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 12:45 Auglýsingar Lottó, Icelandair og Vís hafa vakið athygli fólks. Skjáskot Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“ Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“
Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45