Hinar íslensku Super Bowl auglýsingar: Í tísku að keyra á tilfinningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 12:45 Auglýsingar Lottó, Icelandair og Vís hafa vakið athygli fólks. Skjáskot Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“ Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“
Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45