Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 10:15 Steph Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira