Áfengi 126 prósent dýrara á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2017 10:00 Áfengir drykkir voru 126% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB árið 2015. Vísir/Ernir Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustu á Íslandi sem kynnt var í dag segir að ferðamenn verji alla jafna hærri fjárhæð hér en þeir verja í sambærilegar vörur og þjónustu í flestum öðrum löndum innan Evrópu. Enda er nær öll vara yfir 30 prósent dýrari hér á landi en í þeim löndum sem litið er til í samanburði. Föt og skór voru 53% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og er Ísland dýrasta landið miðað við samanburðarlönd. Þá voru matur og drykkjarvörur 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er verð á slíkum vörum á Íslandi fjórða hæst miðað við samanburðarlönd. Um 2,2% af heildarkortaveltu erlendra ferðamanna má rekja til kaupa á fötum og skóm. Sú tala var 3,6% árið 2012. Á því tímabili hefur verð á fötum og skóm lækkað í krónum en hækkað í erlendri mynt. Áfengir drykkir voru 126% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB árið 2015 og þá er Ísland annað dýrasta landið í þeim flokki miðað við samanburðarlönd. Skýrist þetta að mestu leyti af háum opinberum áfengisgjöldum hér á landi, en samkvæmt gögnum frá Spirits Europe frá byrjun árs 2016 eru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Matur og óáfengar drykkjarvörur voru þá 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB.Gistiþjónusta hækkað um 34% Verð á veitingastöðum og gistiþjónustu var 44% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er Ísland fjórða dýrasta landið af þeim sem gögn Eurostat og OECD ná til hvað þennan flokk varðar. Gistiþjónusta er einn stærsti einstaki útgjaldaliður ferðamanna og nam um 21% af heildarveltu þeirra á árinu 2015. Verð á gistiþjónustu hefur hækkað um 34% á árunum 2010-2015. Veitingar hafa á sama tíma hækkað um 22%. Verð á farþegaflutningum var 52% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og eru farþegaflutningar á Íslandi því dýrastir miðað við þau lönd sem gögn Eurostat og OECD ná til. Um er að ræða farþegaflutninga með ökumanni, og því ekki tekið til bílaleigubíla.Afþreying og menning 17% heildarútgjalda Verð á afþreyingar- og menningartengdum viðburðum var 38% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB. Þannig er verð vegna þessa þriðja hæst á Íslandi af þeim löndum sem gögn Eurostat og OECD ná til. Neysla erlendra ferðamanna á afþreyingu og menningu nemur um 17% af heildarútgjöldum ferðamanna en undir flokkinn falla til dæmis söfn, bátsferðir, ferðir með og án leiðsögumanns og fleira í þeim dúr. Undir flokkinn „önnur verslun“ heyra meðal annars skartgripir, snyrtivörur, úr og aðrir persónulegir munir, trygginga- og fjármálaþjónusta. Slíkir munir og þjónusta eru 33% dýrari á Íslandi en að meðaltali í ríkjum innan ESB og er Ísland fimmta dýrasta landið í þessum flokki. Tengdar fréttir Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins Íslandsbanki spáir því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári. 9. mars 2017 08:59 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustu á Íslandi sem kynnt var í dag segir að ferðamenn verji alla jafna hærri fjárhæð hér en þeir verja í sambærilegar vörur og þjónustu í flestum öðrum löndum innan Evrópu. Enda er nær öll vara yfir 30 prósent dýrari hér á landi en í þeim löndum sem litið er til í samanburði. Föt og skór voru 53% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og er Ísland dýrasta landið miðað við samanburðarlönd. Þá voru matur og drykkjarvörur 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er verð á slíkum vörum á Íslandi fjórða hæst miðað við samanburðarlönd. Um 2,2% af heildarkortaveltu erlendra ferðamanna má rekja til kaupa á fötum og skóm. Sú tala var 3,6% árið 2012. Á því tímabili hefur verð á fötum og skóm lækkað í krónum en hækkað í erlendri mynt. Áfengir drykkir voru 126% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB árið 2015 og þá er Ísland annað dýrasta landið í þeim flokki miðað við samanburðarlönd. Skýrist þetta að mestu leyti af háum opinberum áfengisgjöldum hér á landi, en samkvæmt gögnum frá Spirits Europe frá byrjun árs 2016 eru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Matur og óáfengar drykkjarvörur voru þá 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB.Gistiþjónusta hækkað um 34% Verð á veitingastöðum og gistiþjónustu var 44% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er Ísland fjórða dýrasta landið af þeim sem gögn Eurostat og OECD ná til hvað þennan flokk varðar. Gistiþjónusta er einn stærsti einstaki útgjaldaliður ferðamanna og nam um 21% af heildarveltu þeirra á árinu 2015. Verð á gistiþjónustu hefur hækkað um 34% á árunum 2010-2015. Veitingar hafa á sama tíma hækkað um 22%. Verð á farþegaflutningum var 52% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og eru farþegaflutningar á Íslandi því dýrastir miðað við þau lönd sem gögn Eurostat og OECD ná til. Um er að ræða farþegaflutninga með ökumanni, og því ekki tekið til bílaleigubíla.Afþreying og menning 17% heildarútgjalda Verð á afþreyingar- og menningartengdum viðburðum var 38% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB. Þannig er verð vegna þessa þriðja hæst á Íslandi af þeim löndum sem gögn Eurostat og OECD ná til. Neysla erlendra ferðamanna á afþreyingu og menningu nemur um 17% af heildarútgjöldum ferðamanna en undir flokkinn falla til dæmis söfn, bátsferðir, ferðir með og án leiðsögumanns og fleira í þeim dúr. Undir flokkinn „önnur verslun“ heyra meðal annars skartgripir, snyrtivörur, úr og aðrir persónulegir munir, trygginga- og fjármálaþjónusta. Slíkir munir og þjónusta eru 33% dýrari á Íslandi en að meðaltali í ríkjum innan ESB og er Ísland fimmta dýrasta landið í þessum flokki.
Tengdar fréttir Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins Íslandsbanki spáir því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári. 9. mars 2017 08:59 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30
Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins Íslandsbanki spáir því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári. 9. mars 2017 08:59