Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2017 08:08 Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 28% eftir birtingu afkomuviðvörunar félagsins fyrir tveimur vikum. Mynd/Vilhelm Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent