Laxeldi í Ísafjarðardjúpi hefði jákvæð áhrif á íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 16:34 Gunnar Tryggvason kynnti skýrsluna á fjölmennum borgarafundi á Ísafirði í dag. Vísir/Skjáskot Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum. Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum.
Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira