Ekki bara gera eitthvað Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Stafræn markaðssetning er orðin sjálfsagður hluti af markaðsstarfi fyrirtækja. Áhersla fyrirtækja beinist þar sérstaklega að samfélagsmiðlum enda nýta nánast allir eigendur snjalltækja sér þá á einn eða annan hátt. Fyrirtæki eru hins vegar komin mislangt í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Sum eru mjög langt komin og eru með starfsfólk, jafnvel deildir, sem sérhæfa sig eingöngu í stafrænum miðlum. Önnur eru jafnvel nánast týnd og vita ekki alveg í hvorn fótinn þau eiga að stíga þegar kemur að samfélagsmiðlum. Fyrirtækin vita að þau þurfa að vera þarna en vita ekki alveg hvernig þau eiga að bera sig að né á hvaða miðlum þau eiga að vera. Er til dæmis Facebook málið? Instagram? Eða jafnvel LinkedIn? Einhver annar miðill eða allir? Eins vita fyrirtæki oft ekki hvað þau eiga að segja, hvaða skilaboðum á að koma á framfæri fyrir utan að hafa takmarkaða kunnáttu á miðlunum sjálfum. Fyrir vikið enda samfélagsmiðlar sem hálfgerð kvöð á fyrirtækjum og oft á tíðum er verið að reyna að finna eitthvert efni til að setja á þessa miðla með misgóðum árangri. Er þá hvatinn oft sá að fyrirtækið telur sig þurfa að setja eitthvað inn þar sem það er orðið svo langt síðan síðasta færsla var sett inn.Það sama virkar ekki á öllum miðlum Það getur verið gott að hafa í huga að gera ekki bara eitthvað og alls ekki mikla þetta fyrir sér. Markaðssetning á samfélagsmiðlum þarf ekki að vera svo mikið mál. Byrjaðu einfalt og lærðu inn á þetta. Mótaðu stefnu er varðar samfélagsmiðla. Spurðu einfaldra spurning eins og hvaða miðlar henta fyrirtækinu best? Hvaða skilaboðum og efni á að koma til skila? Til hvaða markhópa á að ná? Hvað er fyrirtækið til í mikla skuldbindingu til þess að gera þetta vel? Margir átta sig ekki á að því fylgir skuldbinding að fara á samfélagsmiðla. Það þarf að svara skilaboðum og vera virkur en „dauðar“ samfélagsmiðlasíður eru verri en engin síða. Gott er að byrja á að velja einn miðil og bæta svo við þegar reynsla er komin. Facebook hentar til dæmis einstaklega vel hér á Íslandi en það fer að sjálfsögðu eftir því hver tilgangurinn er. Settu upp plan til 2-4 vikna í senn. Þar ákveður þú hvaða myndefni þú vilt hafa, hvaða skilaboðum þú vilt ná fram, hvernig textinn á að vera, hvenær á að birta og hversu lengi, hvaða markhópa á að ná til, hvort um sé að ræða færslu eða skuggafærslu og hvað þú ætlar að eyða miklum pening í hverja færslu og/eða auglýsingu. Vertu faglegur með því að skrifa góðan texta, hafa myndir í réttri stærð, linka ef við á og skilgreina tilgang miðað við markmið. Tjákn (emojis) geta lífgað upp á færslur ef þau eru rétt notuð. Gott er að hafa í huga að samfélagsmiðlar eru hluti af heildar markaðsstarfi og birtingum fyrirtækisins og þurfa að tóna við það. Það er samt ekki víst að það sé hægt að nota nákvæmlega sömu rödd á samfélagsmiðlum og á öðrum miðlum. Það virkar hreinlega ekki alltaf það sama á þessum miðlum og í til dæmis sjónvarpi og blöðum.Skoðaðu árangurinn Mundu að skoða árangurinn en á samfélagsmiðlum geturðu brugðist strax við. Þú ert í raun alltaf með puttann á púlsinum. Samfélagsmiðlar eru líka kjörinn vettvangur til þess að gera tilraunir og sjá hvaða hlutir virka og virka ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Stafræn markaðssetning er orðin sjálfsagður hluti af markaðsstarfi fyrirtækja. Áhersla fyrirtækja beinist þar sérstaklega að samfélagsmiðlum enda nýta nánast allir eigendur snjalltækja sér þá á einn eða annan hátt. Fyrirtæki eru hins vegar komin mislangt í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Sum eru mjög langt komin og eru með starfsfólk, jafnvel deildir, sem sérhæfa sig eingöngu í stafrænum miðlum. Önnur eru jafnvel nánast týnd og vita ekki alveg í hvorn fótinn þau eiga að stíga þegar kemur að samfélagsmiðlum. Fyrirtækin vita að þau þurfa að vera þarna en vita ekki alveg hvernig þau eiga að bera sig að né á hvaða miðlum þau eiga að vera. Er til dæmis Facebook málið? Instagram? Eða jafnvel LinkedIn? Einhver annar miðill eða allir? Eins vita fyrirtæki oft ekki hvað þau eiga að segja, hvaða skilaboðum á að koma á framfæri fyrir utan að hafa takmarkaða kunnáttu á miðlunum sjálfum. Fyrir vikið enda samfélagsmiðlar sem hálfgerð kvöð á fyrirtækjum og oft á tíðum er verið að reyna að finna eitthvert efni til að setja á þessa miðla með misgóðum árangri. Er þá hvatinn oft sá að fyrirtækið telur sig þurfa að setja eitthvað inn þar sem það er orðið svo langt síðan síðasta færsla var sett inn.Það sama virkar ekki á öllum miðlum Það getur verið gott að hafa í huga að gera ekki bara eitthvað og alls ekki mikla þetta fyrir sér. Markaðssetning á samfélagsmiðlum þarf ekki að vera svo mikið mál. Byrjaðu einfalt og lærðu inn á þetta. Mótaðu stefnu er varðar samfélagsmiðla. Spurðu einfaldra spurning eins og hvaða miðlar henta fyrirtækinu best? Hvaða skilaboðum og efni á að koma til skila? Til hvaða markhópa á að ná? Hvað er fyrirtækið til í mikla skuldbindingu til þess að gera þetta vel? Margir átta sig ekki á að því fylgir skuldbinding að fara á samfélagsmiðla. Það þarf að svara skilaboðum og vera virkur en „dauðar“ samfélagsmiðlasíður eru verri en engin síða. Gott er að byrja á að velja einn miðil og bæta svo við þegar reynsla er komin. Facebook hentar til dæmis einstaklega vel hér á Íslandi en það fer að sjálfsögðu eftir því hver tilgangurinn er. Settu upp plan til 2-4 vikna í senn. Þar ákveður þú hvaða myndefni þú vilt hafa, hvaða skilaboðum þú vilt ná fram, hvernig textinn á að vera, hvenær á að birta og hversu lengi, hvaða markhópa á að ná til, hvort um sé að ræða færslu eða skuggafærslu og hvað þú ætlar að eyða miklum pening í hverja færslu og/eða auglýsingu. Vertu faglegur með því að skrifa góðan texta, hafa myndir í réttri stærð, linka ef við á og skilgreina tilgang miðað við markmið. Tjákn (emojis) geta lífgað upp á færslur ef þau eru rétt notuð. Gott er að hafa í huga að samfélagsmiðlar eru hluti af heildar markaðsstarfi og birtingum fyrirtækisins og þurfa að tóna við það. Það er samt ekki víst að það sé hægt að nota nákvæmlega sömu rödd á samfélagsmiðlum og á öðrum miðlum. Það virkar hreinlega ekki alltaf það sama á þessum miðlum og í til dæmis sjónvarpi og blöðum.Skoðaðu árangurinn Mundu að skoða árangurinn en á samfélagsmiðlum geturðu brugðist strax við. Þú ert í raun alltaf með puttann á púlsinum. Samfélagsmiðlar eru líka kjörinn vettvangur til þess að gera tilraunir og sjá hvaða hlutir virka og virka ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun