Verkfræðingur VW fékk 40 mánaða dóm vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 09:00 Ekki eru öll kurl komin til grafar í dísilvélasvindli Volkswagen og eflaust margir starfsmenn Volkswagen sem eiga eftir að bíta úr nálinni fyrir aðkomu sína að því. Fyrsti fangelsisdómurinn sem fallið hefur vegna dísilvélasvindls Volkswagen féll fyrir skömmu og fékk verkfræðingurinn James Liang 40 mánaða dóm og 200.000 dollara sekt að auki. Dómur þessi féll í Bandaríkjunum. Þessi dómur var þyngri en ákærendur höfðu farið framá, en krafist var 3 ára fangelsis frá þeirra hendi og 20.000 dollara sektar. Dómarinn tífaldaði þá upphæð og bætti 4 mánuðum við kröfuna um fangelsisvistina. Með þessum dómi er talið að dómarinn sé að gefa tóninn varðandi frekari refsingar til þeirra sem viðriðnir voru dísilvélasvindl Volkswagen. Því er ekki er von á góðu hjá þeim sem á eftir koma. Aðalvitni en einn þeirra sem þróaði búnaðinn James Liang var bæði viðriðinn þróun svindlhugbúnaðarins og gegndi lykilhlutverki í að svara ranglega til um tilvist hans eftir að rannsókn hófst. Þær hófust eftir að mælingar sýndu allt að fjörutíufalt meiri mengun en uppgefin var. Verjandi Liang sagði við réttarhöldin að hann hefði einvörðungu verið tryggur starfsmaður sem hlýddi óskum yfirmanna sinna og fyrir það ætti ekki að dæma hann harkalega. Var bæði þeim ákærða og verjanda hans bent á að ákærði hafi haft fjölmörg tækifæri til þess að segja sannleikann, bæði fyrir og eftir uppgötnun svindlsins, en að hann hafi sífellt valið tryggð við yfirboðara sína umfram hag og heilsu almennings. Fyrir þá afstöðu hans sé því eðlilegt að refsa. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent
Fyrsti fangelsisdómurinn sem fallið hefur vegna dísilvélasvindls Volkswagen féll fyrir skömmu og fékk verkfræðingurinn James Liang 40 mánaða dóm og 200.000 dollara sekt að auki. Dómur þessi féll í Bandaríkjunum. Þessi dómur var þyngri en ákærendur höfðu farið framá, en krafist var 3 ára fangelsis frá þeirra hendi og 20.000 dollara sektar. Dómarinn tífaldaði þá upphæð og bætti 4 mánuðum við kröfuna um fangelsisvistina. Með þessum dómi er talið að dómarinn sé að gefa tóninn varðandi frekari refsingar til þeirra sem viðriðnir voru dísilvélasvindl Volkswagen. Því er ekki er von á góðu hjá þeim sem á eftir koma. Aðalvitni en einn þeirra sem þróaði búnaðinn James Liang var bæði viðriðinn þróun svindlhugbúnaðarins og gegndi lykilhlutverki í að svara ranglega til um tilvist hans eftir að rannsókn hófst. Þær hófust eftir að mælingar sýndu allt að fjörutíufalt meiri mengun en uppgefin var. Verjandi Liang sagði við réttarhöldin að hann hefði einvörðungu verið tryggur starfsmaður sem hlýddi óskum yfirmanna sinna og fyrir það ætti ekki að dæma hann harkalega. Var bæði þeim ákærða og verjanda hans bent á að ákærði hafi haft fjölmörg tækifæri til þess að segja sannleikann, bæði fyrir og eftir uppgötnun svindlsins, en að hann hafi sífellt valið tryggð við yfirboðara sína umfram hag og heilsu almennings. Fyrir þá afstöðu hans sé því eðlilegt að refsa.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent