Hagar loka Topshop á Íslandi Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 12:52 Verslun Topshop í Kringlunni var opnuð 2007. Vísir/Vilhelm Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.Finnur Árnason, forstjóri Haga„Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ segir Finnur. Hagar reka tvær Topshop tískuvöruverslanir hér á landi eða í Smáralind og Kringlunni. Þær eru starfræktar með sérleyfissamningi við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur segir að versluninni í Smáralind verði lokað í apríl og í Kringlunni í ágúst eða september. Aðspurður hvort koma sænska fataverslunarrisans H&M hingað til lands, sem mun opna bæði í Smáralind og Kringlunni, hafi átt þátt í ákvörðuninni ítrekar Finnur að stutt sé eftir af leigusamningunum. „Það er komið að lokun leigusamninga og það gerir það að verkum að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Finnur. Topshop í Smáralind opnaði árið 2001 en verslunin í Kringlunni árið 2007. Verslun H&M í Smáralind verður opnuð síðar á árinu en hún verður rekin í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú fataverslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. H&M opnar svo á 2. hæð Kringlunnar í verslunarrýminu þar sem Hagkaup, sem einnig er í eigu Haga, var áður. Tengdar fréttir Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30 Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.Finnur Árnason, forstjóri Haga„Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ segir Finnur. Hagar reka tvær Topshop tískuvöruverslanir hér á landi eða í Smáralind og Kringlunni. Þær eru starfræktar með sérleyfissamningi við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur segir að versluninni í Smáralind verði lokað í apríl og í Kringlunni í ágúst eða september. Aðspurður hvort koma sænska fataverslunarrisans H&M hingað til lands, sem mun opna bæði í Smáralind og Kringlunni, hafi átt þátt í ákvörðuninni ítrekar Finnur að stutt sé eftir af leigusamningunum. „Það er komið að lokun leigusamninga og það gerir það að verkum að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Finnur. Topshop í Smáralind opnaði árið 2001 en verslunin í Kringlunni árið 2007. Verslun H&M í Smáralind verður opnuð síðar á árinu en hún verður rekin í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú fataverslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. H&M opnar svo á 2. hæð Kringlunnar í verslunarrýminu þar sem Hagkaup, sem einnig er í eigu Haga, var áður.
Tengdar fréttir Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30 Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45
Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53
H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30
Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00