Hagar loka Topshop á Íslandi Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 12:52 Verslun Topshop í Kringlunni var opnuð 2007. Vísir/Vilhelm Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.Finnur Árnason, forstjóri Haga„Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ segir Finnur. Hagar reka tvær Topshop tískuvöruverslanir hér á landi eða í Smáralind og Kringlunni. Þær eru starfræktar með sérleyfissamningi við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur segir að versluninni í Smáralind verði lokað í apríl og í Kringlunni í ágúst eða september. Aðspurður hvort koma sænska fataverslunarrisans H&M hingað til lands, sem mun opna bæði í Smáralind og Kringlunni, hafi átt þátt í ákvörðuninni ítrekar Finnur að stutt sé eftir af leigusamningunum. „Það er komið að lokun leigusamninga og það gerir það að verkum að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Finnur. Topshop í Smáralind opnaði árið 2001 en verslunin í Kringlunni árið 2007. Verslun H&M í Smáralind verður opnuð síðar á árinu en hún verður rekin í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú fataverslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. H&M opnar svo á 2. hæð Kringlunnar í verslunarrýminu þar sem Hagkaup, sem einnig er í eigu Haga, var áður. Tengdar fréttir Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30 Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.Finnur Árnason, forstjóri Haga„Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ segir Finnur. Hagar reka tvær Topshop tískuvöruverslanir hér á landi eða í Smáralind og Kringlunni. Þær eru starfræktar með sérleyfissamningi við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur segir að versluninni í Smáralind verði lokað í apríl og í Kringlunni í ágúst eða september. Aðspurður hvort koma sænska fataverslunarrisans H&M hingað til lands, sem mun opna bæði í Smáralind og Kringlunni, hafi átt þátt í ákvörðuninni ítrekar Finnur að stutt sé eftir af leigusamningunum. „Það er komið að lokun leigusamninga og það gerir það að verkum að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Finnur. Topshop í Smáralind opnaði árið 2001 en verslunin í Kringlunni árið 2007. Verslun H&M í Smáralind verður opnuð síðar á árinu en hún verður rekin í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú fataverslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. H&M opnar svo á 2. hæð Kringlunnar í verslunarrýminu þar sem Hagkaup, sem einnig er í eigu Haga, var áður.
Tengdar fréttir Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30 Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45
Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53
H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30
Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00