Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Sveinn Arnarsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Smáralind í Kópavogi er stærsta verslunarmiðstöð landsins og er Debenhams í rúmum þrjú þúsund fermetrum húsnæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Verslun Debenhams í Smáralind verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári og lýkur þar með rúmlega 15 ára sögu fyrirtækisins hér á landi. „Ekki náðust samningar um áframhaldandi leigu,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga sem á og rekur verslunina. Debenhams er eina deildaskipta sérvöruverslunin á Íslandi, hún er á tveimur hæðum og er sölurýmið 3.200 fermetrar. „Þar sem við náðum ekki niðurstöðu í samningaviðræðum við leigusala munum við loka Debenhams í síðasta lagi í maí á næsta ári,“ segir Finnur. „Þetta er niðurstaðan og við þurfum að takast á við hana.“Finnur ÁrnasonHagar högnuðust um tæpan milljarð króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var Kauphöllinni í gær og samþykkt af stjórn fyrirtækisins. Heildareignir fyrirtækisins nema rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Hagar standa því nokkuð vel. Hagar reka fjölda verslana í Smáralind. Þrátt fyrir ágætan árangur ætlar fyrirtækið að stokka mjög upp í rekstri sínum í Smáralind. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni. Þá er verslun Útilífs að færa sig um set innan Smáralindar í minna verslunarrými og Hagkaupsverslunin verður minnkuð um nærri 200 fermetra. „Þetta er liður í endurskipulagningu hjá okkur. Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Því er um nokkrar breytingar að ræða,“ segir Finnur. Orðrómur hefur verið uppi um að risinn H&M sé á leiðinni til Íslands og muni opna verslun hér á næstu misserum og nú opnast því stórt pláss í stærstu verslunarmiðstöð landsins. Finnur vildi þó ekki tengja þessa tvo atburði saman. „Samningaviðræður okkar við leigusala um leigu fyrir Debenhams hafa ekkert með komu H&M að gera,“ segir Finnur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Verslun Debenhams í Smáralind verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári og lýkur þar með rúmlega 15 ára sögu fyrirtækisins hér á landi. „Ekki náðust samningar um áframhaldandi leigu,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga sem á og rekur verslunina. Debenhams er eina deildaskipta sérvöruverslunin á Íslandi, hún er á tveimur hæðum og er sölurýmið 3.200 fermetrar. „Þar sem við náðum ekki niðurstöðu í samningaviðræðum við leigusala munum við loka Debenhams í síðasta lagi í maí á næsta ári,“ segir Finnur. „Þetta er niðurstaðan og við þurfum að takast á við hana.“Finnur ÁrnasonHagar högnuðust um tæpan milljarð króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var Kauphöllinni í gær og samþykkt af stjórn fyrirtækisins. Heildareignir fyrirtækisins nema rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Hagar standa því nokkuð vel. Hagar reka fjölda verslana í Smáralind. Þrátt fyrir ágætan árangur ætlar fyrirtækið að stokka mjög upp í rekstri sínum í Smáralind. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni. Þá er verslun Útilífs að færa sig um set innan Smáralindar í minna verslunarrými og Hagkaupsverslunin verður minnkuð um nærri 200 fermetra. „Þetta er liður í endurskipulagningu hjá okkur. Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Því er um nokkrar breytingar að ræða,“ segir Finnur. Orðrómur hefur verið uppi um að risinn H&M sé á leiðinni til Íslands og muni opna verslun hér á næstu misserum og nú opnast því stórt pláss í stærstu verslunarmiðstöð landsins. Finnur vildi þó ekki tengja þessa tvo atburði saman. „Samningaviðræður okkar við leigusala um leigu fyrir Debenhams hafa ekkert með komu H&M að gera,“ segir Finnur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent