Kaupa 90 milljarða aflandskróna 12. mars 2017 14:20 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, þegar tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í dag. Vísir/Eyþór Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira