Kaupa 90 milljarða aflandskróna 12. mars 2017 14:20 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, þegar tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í dag. Vísir/Eyþór Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira