Leikjavísir

Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu.
Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu. Vísir
Activision Blizzard (AB), eigendur leiksins Overwatch, telja að hann geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin. Fyrirtækið tilkynnti í gær eigendur sjö nýrra líða í leiknum fyrir fyrstu deild Overwatch. Nokkrir af eigendunum hafa gert það gott í hefðbundnum íþróttum en verðið fyrir lið í Overwatch deildinni er ekki lítið.

Samkvæmt heimildum BBC kostar hvert lið um 20 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna.

Á meðal eigenda eru Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og Jeff Wilpon, eigandi New York Mets. Listann og tilkynningu Activision Blizzard má sjá hér. Lið deildarinnar munu vera staðsett í stórum borgum um allan heim og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert í íþróttum.

Overwatch er gífurlega vinsæll leikur, en rúmlega 30 milljónir manna spila Overwatch, samkvæmt tilkynningunni. Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu.

Vonir Activision Blizzard „kjaftæði“

Samkvæmt BBC er þó ekki víst að deildin muni ganga eins vel og AB vonast til. ESPN sagði frá því í maí að fjárfestar væru hikandi vegna mikils kostnaðar og þess hve stóran hluta af kökunni AB ætlar að taka til sín.

Þá stendur einnig til að opna svipaða deild í kringum Call of Duty leikina.

Einn sérfræðingur sem BBC ræddi við segir það „kjaftæði“ að Overwatch deildin muni nálgast hefðbundnar íþróttadeildir í tekjum. Hann segir ólíklegt að fjárfestar muni hagnast á því að kaupa lið í deildinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.