Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2017 11:30 Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu. Vísir Activision Blizzard (AB), eigendur leiksins Overwatch, telja að hann geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin. Fyrirtækið tilkynnti í gær eigendur sjö nýrra líða í leiknum fyrir fyrstu deild Overwatch. Nokkrir af eigendunum hafa gert það gott í hefðbundnum íþróttum en verðið fyrir lið í Overwatch deildinni er ekki lítið.Samkvæmt heimildum BBC kostar hvert lið um 20 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna. Á meðal eigenda eru Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og Jeff Wilpon, eigandi New York Mets. Listann og tilkynningu Activision Blizzard má sjá hér. Lið deildarinnar munu vera staðsett í stórum borgum um allan heim og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert í íþróttum. Overwatch er gífurlega vinsæll leikur, en rúmlega 30 milljónir manna spila Overwatch, samkvæmt tilkynningunni. Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu.Vonir Activision Blizzard „kjaftæði“ Samkvæmt BBC er þó ekki víst að deildin muni ganga eins vel og AB vonast til. ESPN sagði frá því í maí að fjárfestar væru hikandi vegna mikils kostnaðar og þess hve stóran hluta af kökunni AB ætlar að taka til sín. Þá stendur einnig til að opna svipaða deild í kringum Call of Duty leikina. Einn sérfræðingur sem BBC ræddi við segir það „kjaftæði“ að Overwatch deildin muni nálgast hefðbundnar íþróttadeildir í tekjum. Hann segir ólíklegt að fjárfestar muni hagnast á því að kaupa lið í deildinni. Leikjavísir Tengdar fréttir Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30 50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00 Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Activision Blizzard (AB), eigendur leiksins Overwatch, telja að hann geti orðið stærri en enska úrvalsdeildin. Fyrirtækið tilkynnti í gær eigendur sjö nýrra líða í leiknum fyrir fyrstu deild Overwatch. Nokkrir af eigendunum hafa gert það gott í hefðbundnum íþróttum en verðið fyrir lið í Overwatch deildinni er ekki lítið.Samkvæmt heimildum BBC kostar hvert lið um 20 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna. Á meðal eigenda eru Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og Jeff Wilpon, eigandi New York Mets. Listann og tilkynningu Activision Blizzard má sjá hér. Lið deildarinnar munu vera staðsett í stórum borgum um allan heim og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert í íþróttum. Overwatch er gífurlega vinsæll leikur, en rúmlega 30 milljónir manna spila Overwatch, samkvæmt tilkynningunni. Forsvarsmenn Activision Blizzard telja að á endanum verði smíðaðir sérstakir leikvangar fyrir Overwatch liðin þar sem áhorfendur geta fylgst með viðureignum. Viðureignir verða einnig aðgengilegar á internetinu.Vonir Activision Blizzard „kjaftæði“ Samkvæmt BBC er þó ekki víst að deildin muni ganga eins vel og AB vonast til. ESPN sagði frá því í maí að fjárfestar væru hikandi vegna mikils kostnaðar og þess hve stóran hluta af kökunni AB ætlar að taka til sín. Þá stendur einnig til að opna svipaða deild í kringum Call of Duty leikina. Einn sérfræðingur sem BBC ræddi við segir það „kjaftæði“ að Overwatch deildin muni nálgast hefðbundnar íþróttadeildir í tekjum. Hann segir ólíklegt að fjárfestar muni hagnast á því að kaupa lið í deildinni.
Leikjavísir Tengdar fréttir Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30 50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00 Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30
50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00
Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00