Friðrik Ingi: Robinson er í engu formi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 21:15 Friðrik Ingi vildi sjá betri frammistöðu hjá sínum mönnum í kvöld. vísir/ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. Stjörnumenn voru með undirtökin allan tímann og unnu 11 stiga sigur, 81-92. „Það vantaði talsvert bit í leik okkar. Við vorum sjálfum okkur verstir fannst mér. Við fengum mikið af galopnum þriggja stiga skotum. Við erum gott þriggja stiga lið en einhverra hluta vegna fóru skotin ekki niður,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi eftir leik. „En það var ekki það sem fór með leikinn, heldur að við spiluðum mjög veika og slaka vörn. Það vantaði neista og kraft og við vorum einhæfir. Stjarnan gerði vel og spilaði ágætan körfubolta lengstum.“ Friðrik Ingi vildi sjá betra viðhorf og meiri útgeislun hjá sínum mönnum. „Það vantaði sjálfstraust og karakter í hópinn. Við vorum flatir og það vantaði fleiri leiðtoga. Það eru of margir sem gera þetta á hljóðlegan hátt en stundum verða menn að sýna tennurnar og vera grimmari,“ sagði Friðrik Ingi. Stanley Robinson, leikmaður Keflavíkur, átti afleitan leik og spilaði aðeins rúmar 20 mínútur. Friðrik Ingi var ekki sáttur með Robinson og segir hann ekki í formi. „Hann var mjög slakur í dag og gerði ekki mikið fyrir okkur. Mér fannst takturinn vera þess eðlis að ég varð að láta hann sitja talsvert á bekknum,“ sagði Friðrik Ingi. „Hann er í engu formi, því miður. Hann er búinn að vera hérna í einhverjar vikur og ég sé ekki miklar framfarir á forminu. Ég veit hversu megnugur hann er en hann verður að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik. Hann er langt frá því eins og staðan er núna.“ En þarf Robinson að bæta sig mikið til að verða ekki sendur heim? „Já, ef hann verður ekki mikið betri en þetta. Þetta er harður heimur og yfirleitt er þetta annað hvort bandaríski leikmaðurinn eða þjálfarinn. Það er annað hvort ég eða hann ef töpum mikið fleiri leikjum og frammistaðan verður ekki betri en þetta,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. Stjörnumenn voru með undirtökin allan tímann og unnu 11 stiga sigur, 81-92. „Það vantaði talsvert bit í leik okkar. Við vorum sjálfum okkur verstir fannst mér. Við fengum mikið af galopnum þriggja stiga skotum. Við erum gott þriggja stiga lið en einhverra hluta vegna fóru skotin ekki niður,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi eftir leik. „En það var ekki það sem fór með leikinn, heldur að við spiluðum mjög veika og slaka vörn. Það vantaði neista og kraft og við vorum einhæfir. Stjarnan gerði vel og spilaði ágætan körfubolta lengstum.“ Friðrik Ingi vildi sjá betra viðhorf og meiri útgeislun hjá sínum mönnum. „Það vantaði sjálfstraust og karakter í hópinn. Við vorum flatir og það vantaði fleiri leiðtoga. Það eru of margir sem gera þetta á hljóðlegan hátt en stundum verða menn að sýna tennurnar og vera grimmari,“ sagði Friðrik Ingi. Stanley Robinson, leikmaður Keflavíkur, átti afleitan leik og spilaði aðeins rúmar 20 mínútur. Friðrik Ingi var ekki sáttur með Robinson og segir hann ekki í formi. „Hann var mjög slakur í dag og gerði ekki mikið fyrir okkur. Mér fannst takturinn vera þess eðlis að ég varð að láta hann sitja talsvert á bekknum,“ sagði Friðrik Ingi. „Hann er í engu formi, því miður. Hann er búinn að vera hérna í einhverjar vikur og ég sé ekki miklar framfarir á forminu. Ég veit hversu megnugur hann er en hann verður að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik. Hann er langt frá því eins og staðan er núna.“ En þarf Robinson að bæta sig mikið til að verða ekki sendur heim? „Já, ef hann verður ekki mikið betri en þetta. Þetta er harður heimur og yfirleitt er þetta annað hvort bandaríski leikmaðurinn eða þjálfarinn. Það er annað hvort ég eða hann ef töpum mikið fleiri leikjum og frammistaðan verður ekki betri en þetta,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira
Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum