Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 17:36 Martin Shkreli hefur verið þekktur sem hataðasti maður internetsins. Vísir/AFP Kviðdómendur í fjársvikamálinu gegn Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, ráða nú ráðum sínum um sekt eða sakleysi hans. Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum. Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann er sakaður um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.Sumir fjárfestarnir högnuðust þrátt fyrir lygarnarSaksóknarar segja Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post. Hann er sagður hafa greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar högnuðust sumir fjárfestarnir þannig myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir segja það málinu óviðkomandi. Hámarksfangelsisrefsing vegna brotanna sem Shkreli er ákærður fyrir er tuttugu ár. Hann fengi þó líklega mun vægari fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Tengdar fréttir Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56 Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kviðdómendur í fjársvikamálinu gegn Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, ráða nú ráðum sínum um sekt eða sakleysi hans. Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum. Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann er sakaður um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.Sumir fjárfestarnir högnuðust þrátt fyrir lygarnarSaksóknarar segja Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post. Hann er sagður hafa greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar högnuðust sumir fjárfestarnir þannig myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir segja það málinu óviðkomandi. Hámarksfangelsisrefsing vegna brotanna sem Shkreli er ákærður fyrir er tuttugu ár. Hann fengi þó líklega mun vægari fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.
Tengdar fréttir Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56 Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56
Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55