Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Spáð er áframhaldandi hækkun fasteignaverðs fram að næsta ári. vísir/vilhelm Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent