Rihanna sat á fremsta bekk og lét vel í sér heyra. Hún er mikill aðdáandi LeBron James, aðalstjörnu Cleveland.
Rihanna reyndi hvað hún gat til að koma Kevin Durant, leikmanni Golden State, úr jafnvægi með hrópum og köllum. Það hafði lítil áhrif á Durant sem skoraði 38 stig og var stigahæstur á vellinum í 113-91 sigri Golden State.
Liðin mætast öðru sinni á heimavelli Golden State í nótt. Á blaðamannafundi í gær var Stephen Curry spurður að því hvort Rihanna hafi verið strikuð út af lagalistanum í búningsklefa Golden State eftir uppákomuna aðfaranótt föstudags.
„Ég held að hún hafi aldrei verið á honum,“ svaraði Curry og hló.
Annar leikur Golden State og Cleveland hefst á miðnætti og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Reporter: "You haven't banned Rihanna's music from the locker room playlist?"
— NBA on TNT (@NBAonTNT) June 3, 2017
Steph: "I don't think it was on there to begin with." pic.twitter.com/nnGsCzUNFu