Körfubolti

Snæfell með sigur á Njarðvík

Dagur Lárusson skrifar
Kristen átti stórleik í dag.
Kristen átti stórleik í dag. vísir/vilhelm
Snæfell og Njarðvík mættust í eina leik dagsins í Dominosdeild kvenna í dag en leikurinn hófst klukkan 14:00.

Fyrir leikinn voru Snæfell og Njarðvík tvö neðstu lið deildarinnar, Njarðvík á botninum með 0 stig á meðan Snæfell var einu sæti ofar með 8 stig.

Það var Snæfell sem var sterkari aðilinn í þessum leik og voru þær yfir 22-9 eftir fyrsta leikhluta en staðan í hálfleik var 42-30.

Snæfell hélt út forystunni allan leikinn og unnu að lokum sigur 76-62. Stigahæsti leikmaður Snæfells var Kristen Mccarthy með 31 stig en hún spilaði svokallaða fernu með 15 fráköst, 10 stoðsendingar og 12 stolnur. Karen Dögg var stigahæst í liði Njarðvíkur með 36 stig og 20 fráköst.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræðina úr leiknum.

Snæfell-Njarðvík 76-62 (22-9, 20-21, 17-11, 17-21)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 31/15 fráköst/10 stoðsendingar/12 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst/4 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 7, Thelma Hinriksdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Inga Rósa Jónsdóttir 0.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/20 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 10, Ína María Einarsdóttir 4, Björk Gunnarsdótir 3/9 fráköst, Hrund Skúladóttir 3/6 fráköst,Hulda Bergsteinsdóttir 2/4 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 2/4 fráköst, María Jónsdóttir 2/4 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.