Fernando Alonso áfram hjá McLaren Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. október 2017 21:15 Fernando Alonso heldur áfram með McLaren, þrátt fyrir þrjú erfið ár. Vísir/Getty Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. Framtíð Spánverjans hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið og margir töldu eins árs framlengingu líklegasta kostinn. Miklar sviptingar eru líklegar á ökumannamarkaðnum á næsta ári og Alonso var talinn vilja hafa möguleikana fyrir sér þegar að því kemur. Tilkynning kom frá liðinu fyrr í dag með myndbandi á Facebook síðu liðsins. Myndbandið má sjá í spilara hér að neðan. „Við ræðum aldrei opinberlega um smáatriðin í samningnum en hann er til margra ára og við munum taka stöðuna á hlutunum,“ sagði Alonso. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili, við verðum með aðrar væntingar. Við ætlum okkur að koma McLaren á þann stað sem liðið á að vera. Ég vil bara komast til Ástralíu núna,“ sagði Alonso að auki. McLaren liðið sleit sambandi sínu við vélaframleiðandann Honda fyrr á árinu. Líklega hefur aðkoma Renault að McLaren hjálpað til við að halda í Alonso. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Renault liðinu. „Red Bull liðið hefur sýnt í ár að það er hægt að nota Renault vélina, þeir hafa tvisvar náð báðum bílum á verðlaunapall. Nú verðum við að stíga upp og láta það gerast,“ sagði Alonso að lokum. Formúla Tengdar fréttir Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. Framtíð Spánverjans hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið og margir töldu eins árs framlengingu líklegasta kostinn. Miklar sviptingar eru líklegar á ökumannamarkaðnum á næsta ári og Alonso var talinn vilja hafa möguleikana fyrir sér þegar að því kemur. Tilkynning kom frá liðinu fyrr í dag með myndbandi á Facebook síðu liðsins. Myndbandið má sjá í spilara hér að neðan. „Við ræðum aldrei opinberlega um smáatriðin í samningnum en hann er til margra ára og við munum taka stöðuna á hlutunum,“ sagði Alonso. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili, við verðum með aðrar væntingar. Við ætlum okkur að koma McLaren á þann stað sem liðið á að vera. Ég vil bara komast til Ástralíu núna,“ sagði Alonso að auki. McLaren liðið sleit sambandi sínu við vélaframleiðandann Honda fyrr á árinu. Líklega hefur aðkoma Renault að McLaren hjálpað til við að halda í Alonso. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Renault liðinu. „Red Bull liðið hefur sýnt í ár að það er hægt að nota Renault vélina, þeir hafa tvisvar náð báðum bílum á verðlaunapall. Nú verðum við að stíga upp og láta það gerast,“ sagði Alonso að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45
Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00
Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30