Stefna á að koma með fleiri verslanir til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 19:15 Filip Ekvall í verslun H&M í Smáralind OZZO PHOTOGRAPHY „Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“ Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira