Stefna á að koma með fleiri verslanir til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 19:15 Filip Ekvall í verslun H&M í Smáralind OZZO PHOTOGRAPHY „Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira