Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. desember 2017 19:30 Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“ Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira