Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 12:13 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Visir/Antonbrink Stjórn Félags atvinnurekenda sendi frá sér ályktun í dag um að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðin. Segir þar að umræðunni um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo sé fagnað af félaginu. Eru félagsmenn hvattir til þess að tryggja að slíkt framferði verði ekki liðið í fyrirtækjum þeirra. Til þess þurfi að móta skýra starfsmannastefnu sem aðgengileg er starfsmönnum. Miðla þurfi upplýsingum til þeirra um það hvert þeir geti snúið sér verði þeir fyrir áreitni, ofbeldi eða einelti og skýr viðurlög þurfa að liggja fyrir. Að lokum segir að skrifstofa Félags atvinnurekenda sé boðin og búin að aðstoða félagsmenn sem vilja fyrirbyggja áreitni, mismunun og ofbeldi og tryggja að gripið verði inn í með skjótum og skilvirkum hætti, komi slíkt upp í fyrirtækjum þeirra.Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær stjórnendur fyrirtækja til þess að taka á vandanum sem virðist ríkja á fjölmörgum vinnustöðum. Fjölmargar konur hafa stigið fram í svokallaðri #MeToo byltingu og greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Nú þegar hafa konur innan fjölmiðla, heilbrigðisgeirans, sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tæknigeirans, réttarvörslu og tónlistar stigið fram og lýst reynslu sinni. Hér er ályktun Félags atvinnurekenda í heild:„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þarf til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda sendi frá sér ályktun í dag um að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðin. Segir þar að umræðunni um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo sé fagnað af félaginu. Eru félagsmenn hvattir til þess að tryggja að slíkt framferði verði ekki liðið í fyrirtækjum þeirra. Til þess þurfi að móta skýra starfsmannastefnu sem aðgengileg er starfsmönnum. Miðla þurfi upplýsingum til þeirra um það hvert þeir geti snúið sér verði þeir fyrir áreitni, ofbeldi eða einelti og skýr viðurlög þurfa að liggja fyrir. Að lokum segir að skrifstofa Félags atvinnurekenda sé boðin og búin að aðstoða félagsmenn sem vilja fyrirbyggja áreitni, mismunun og ofbeldi og tryggja að gripið verði inn í með skjótum og skilvirkum hætti, komi slíkt upp í fyrirtækjum þeirra.Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær stjórnendur fyrirtækja til þess að taka á vandanum sem virðist ríkja á fjölmörgum vinnustöðum. Fjölmargar konur hafa stigið fram í svokallaðri #MeToo byltingu og greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Nú þegar hafa konur innan fjölmiðla, heilbrigðisgeirans, sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tæknigeirans, réttarvörslu og tónlistar stigið fram og lýst reynslu sinni. Hér er ályktun Félags atvinnurekenda í heild:„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þarf til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49
Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41
Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58