Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2017 17:21 Strákarnir okkar standa í ströngu í janúar. Vísir Laust fyrir klukkan fjögur síðdegis barst tilkynning frá HSÍ þess efnis að Geir Sveinsson hefði valið landsliðshóp Íslands fyrir EM í Króatíu sem fer fram í janúar. Tilkynningin kom nokkuð á óvart enda hafði ekki verið tilkynnt fyrirfram að von væri á lokahópnum í dag. Geir er á leið á sitt annað stórmót með íslenska landsliðinu sem þjálfari en hann komst í 16-liða úrslit á HM í Frakklandi í fyrra þar sem strákarnir okkar duttu út gegn Frakklandi eftir hetjulega baráttu. Undankeppni EM gekk ekki eins og best verður á kosið en nógu vel og slapp Ísland naumlega inn á EM þrátt fyrir að hafa lent í þriðja sæti síns riðils.Sjá einnig:Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Strákarnir okkar eru í sterkum riðli á EM í Króatíu með heimamönnum Króata, nágrannaþjóðinni Serbíu og sterku liði Svía. Þrátt fyrir að þrjú lið fari áfram í milliriðla verður það ekki auðvelt verk fyrir Geir og hans menn. Hann segir þó í samtali við íþróttadeild að hann beri traust til þess hóps sem hann valdi í dag, en einnig 28 manna hópsins sem var tilkynntur í byrjun desember. Leikmenn í þeim hópi koma aðeins til greina sem leikmenn Íslands á mótinu en Geir hefur þann möguleika að breyta landsliðshópnum eftir að mótið hefst. „Svo ég segi það hreint út þá var það stærsti höfuðverkurinn að velja 28 manna hópinn. Þegar maður gerir það þarf maður að hugsa ansi marga leiki fram í tímann,“ sagði Geir en hann segir að það hafi í raun legið fyrir í talsverðan tíma að þetta væru leikmennirnir sextán sem hann myndi taka með til Króatíu. „Ég hef talað síðustu daga og vikur við alla 28 leikmenn og þeir vita allir sína stöðu. Þetta hefur verið að gerjast hjá okkur í þjálfarateyminu undanfarið og þetta varð niðurstaðan.“ Aron getur eignað sér stöðunaAron Rafn Eðvarðsson í leik með ÍBV.vísir/anton brinkGeir segir frá þeim ástæðum sem lági að baki því að hann valdi Ágúst Elí Björgvinsson, markvörð FH, í hópinn ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. En eftir sitja heima Aron Rafn Eðvarðsson og Hreiðar Levý Guðmundsson.Sjá einnig:Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel „Ég sá ekki fyrir mér að taka þrjá markverði með til Króatíu. Alla vega ekki í 16 manna hópinn. Það er reyndar mögulegt að ég taki sautjánda manninn með út og það getur vel verið að sá verði markvörður.“ „En ég velti Aroni mikið fyrir mér. Hann er 28 ára og á framtíðina fyrir sér. Hann hefur möguleika á að einoka þessa stöðu. Hann gaf mér gott merki í sumar með því að standa sig vel gegn Úkraínu en einhverra hluta vegna hefur hann ekki fundið sig með ÍBV í haust. Þó svo að mér þykir hann vaxandi og hafi verið að standa sig betur síðustu vikurnar þá finnst mér að hann hafi ekki gert nóg til að koma með.“ Framtíð Ýmis á línunniÝmir er á leið á EM.vísir/andri marinóÝmir Örn Gíslason er eins og Ágúst Elí að fara á sitt fyrsta stórmót. Geir segist ánægður með hans framgöngu með Val en einnig þegar hann hefur fengið tækifærið með landsliðinu. „Hann þarf að aðlagast landsliðinu sem fyrst. Það var lán í óláni fyrir hann að bróðir hans [Orri Freyr] hafi meiðst því þá fór hann að spila meira á línunni fyrir Val. Það er hans framtíðarstaða,“ sagði Geir en Ýmir hefur spilað lengi sem miðjumaður, bæði í yngri flokkum og nú í vetur með Val. „Ég held að sú reynsli hjálpi honum en hans styrkleiki liggur í því að spila á línunni auk þess sem hann er frábær varnarmaður. Það er framtíð hans.“ Allir eiga erindi til KróatíuGeir segist ánægður með stöðu mála eins og er og þrátt fyrir að það hafi sextán manna hópur verið tilkynntur í dag þá komi hinir tólf í stóra hópnum enn til greina. „Það er enginn í þessum hópi sem ég tel að eigi ekki erindi á mótið. Kjarninn er öflugur og það er góð blanda í hópnum. Það eru 4-5 leikmenn sem tóku sín fyrstu skref á stórmóti í fyrra og svo tveir nýir núna. Flestir eru þeir miklir stríðsmenn og karakterar. Ég hef mikla trú á þessum hópi.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Laust fyrir klukkan fjögur síðdegis barst tilkynning frá HSÍ þess efnis að Geir Sveinsson hefði valið landsliðshóp Íslands fyrir EM í Króatíu sem fer fram í janúar. Tilkynningin kom nokkuð á óvart enda hafði ekki verið tilkynnt fyrirfram að von væri á lokahópnum í dag. Geir er á leið á sitt annað stórmót með íslenska landsliðinu sem þjálfari en hann komst í 16-liða úrslit á HM í Frakklandi í fyrra þar sem strákarnir okkar duttu út gegn Frakklandi eftir hetjulega baráttu. Undankeppni EM gekk ekki eins og best verður á kosið en nógu vel og slapp Ísland naumlega inn á EM þrátt fyrir að hafa lent í þriðja sæti síns riðils.Sjá einnig:Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Strákarnir okkar eru í sterkum riðli á EM í Króatíu með heimamönnum Króata, nágrannaþjóðinni Serbíu og sterku liði Svía. Þrátt fyrir að þrjú lið fari áfram í milliriðla verður það ekki auðvelt verk fyrir Geir og hans menn. Hann segir þó í samtali við íþróttadeild að hann beri traust til þess hóps sem hann valdi í dag, en einnig 28 manna hópsins sem var tilkynntur í byrjun desember. Leikmenn í þeim hópi koma aðeins til greina sem leikmenn Íslands á mótinu en Geir hefur þann möguleika að breyta landsliðshópnum eftir að mótið hefst. „Svo ég segi það hreint út þá var það stærsti höfuðverkurinn að velja 28 manna hópinn. Þegar maður gerir það þarf maður að hugsa ansi marga leiki fram í tímann,“ sagði Geir en hann segir að það hafi í raun legið fyrir í talsverðan tíma að þetta væru leikmennirnir sextán sem hann myndi taka með til Króatíu. „Ég hef talað síðustu daga og vikur við alla 28 leikmenn og þeir vita allir sína stöðu. Þetta hefur verið að gerjast hjá okkur í þjálfarateyminu undanfarið og þetta varð niðurstaðan.“ Aron getur eignað sér stöðunaAron Rafn Eðvarðsson í leik með ÍBV.vísir/anton brinkGeir segir frá þeim ástæðum sem lági að baki því að hann valdi Ágúst Elí Björgvinsson, markvörð FH, í hópinn ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. En eftir sitja heima Aron Rafn Eðvarðsson og Hreiðar Levý Guðmundsson.Sjá einnig:Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel „Ég sá ekki fyrir mér að taka þrjá markverði með til Króatíu. Alla vega ekki í 16 manna hópinn. Það er reyndar mögulegt að ég taki sautjánda manninn með út og það getur vel verið að sá verði markvörður.“ „En ég velti Aroni mikið fyrir mér. Hann er 28 ára og á framtíðina fyrir sér. Hann hefur möguleika á að einoka þessa stöðu. Hann gaf mér gott merki í sumar með því að standa sig vel gegn Úkraínu en einhverra hluta vegna hefur hann ekki fundið sig með ÍBV í haust. Þó svo að mér þykir hann vaxandi og hafi verið að standa sig betur síðustu vikurnar þá finnst mér að hann hafi ekki gert nóg til að koma með.“ Framtíð Ýmis á línunniÝmir er á leið á EM.vísir/andri marinóÝmir Örn Gíslason er eins og Ágúst Elí að fara á sitt fyrsta stórmót. Geir segist ánægður með hans framgöngu með Val en einnig þegar hann hefur fengið tækifærið með landsliðinu. „Hann þarf að aðlagast landsliðinu sem fyrst. Það var lán í óláni fyrir hann að bróðir hans [Orri Freyr] hafi meiðst því þá fór hann að spila meira á línunni fyrir Val. Það er hans framtíðarstaða,“ sagði Geir en Ýmir hefur spilað lengi sem miðjumaður, bæði í yngri flokkum og nú í vetur með Val. „Ég held að sú reynsli hjálpi honum en hans styrkleiki liggur í því að spila á línunni auk þess sem hann er frábær varnarmaður. Það er framtíð hans.“ Allir eiga erindi til KróatíuGeir segist ánægður með stöðu mála eins og er og þrátt fyrir að það hafi sextán manna hópur verið tilkynntur í dag þá komi hinir tólf í stóra hópnum enn til greina. „Það er enginn í þessum hópi sem ég tel að eigi ekki erindi á mótið. Kjarninn er öflugur og það er góð blanda í hópnum. Það eru 4-5 leikmenn sem tóku sín fyrstu skref á stórmóti í fyrra og svo tveir nýir núna. Flestir eru þeir miklir stríðsmenn og karakterar. Ég hef mikla trú á þessum hópi.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira