Lagardère fer fram á lögbann á Isavia Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 13:19 Lagardère rekur fimm staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Pjetur Lagardère Travel Retail hefur farið þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á mikilvægum trúnaðargögnum um fyrirtækið til þriðja aðila sem Isavia hefur í sinni vörslu í kjölfar forvals um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Lagardère tók þátt í forvali ásamt fleiri fyrirtækjum, innlendum og erlendum um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið 2014. Aðrir þátttakendur voru m.a. Icelandair, Joe & the Juice, SSP frá Bretlandi auk fjölda annarra fyrirtækja. Lagardère og fleiri aðilar voru valdir sem rekstraraðilar í þeirri samkeppni og hefur nú rekið veitinga- og kaffihús á flugstöðinni í rúmlega tvö ár.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði 2. nóvember að Kaffitár, sem ekki fékk áframhaldandi leigupláss í flugstöðinni, fengi hluta útboðsgagnanna afhent með yfirstrikunum. Segir í tilkynningunni að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar. „Um er að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar og viðskiptaskilmála um starfsemi Lagardère. Afhending gagnanna væri brot á trúnaðarskyldu Isavia við Lagardère en einnig á samkeppnislögum nr. 44/2005.“Afhendingin felur í sér röskun á samkeppniLeggst Lagardère gegn því að gögnin verði afhent þriðja aðila. „Lagardère eins og hin fyrirtækin , sem öll eru í samkeppnisrekstri, skrifuðu undir ákvæði um trúnaðarskyldu við Isavia um meðferð viðskipta- og fjárhagsupplýsinga. Isavia hefur þó engu að síður nú þegar afhent mikið magn viðkvæmra trúnaðargagna um fyrirtækin til keppinautar þeirra þar sem þó var, eftir tilmæli frá Samkeppniseftirlitinu, strikað yfir viðkvæmustu upplýsingarnar. Samkeppniseftirlitið ályktaði að afhending þeirra kynni að fela í sér röskun á samkeppni. Öll þau gögn , sem þegar er búið að afhenda, ættu að nægja til að varpa ljósi á hvað eina sem gerðist í aðdraganda og eftir forvalið árið 2014, en ekkert hefur komið fram um að eitthvað misjafnt, óeðlilegt eða ólöglegt hafi átt sér stað. Nú er svo komið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kveðið á um að Isavia skuli ganga enn lengra og afhenda þriðja aðila trúnaðargögn um fjárhag og rekstur Lagardère í heild sinni, án yfirstrikana.“ Í lokin segir að fyrirhuguð afhending gagnanna sé til þess fallin að valda óafturkræfu og ómetanlegu tjóni fyrir starfsemi félagsins. Lagardère rekur fimm staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir eru Nord Restaurant, Mathús, pure food hall, kaffihúsið Segafredo og barinn Loksins. Neytendur Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Lagardère Travel Retail hefur farið þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á mikilvægum trúnaðargögnum um fyrirtækið til þriðja aðila sem Isavia hefur í sinni vörslu í kjölfar forvals um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Lagardère tók þátt í forvali ásamt fleiri fyrirtækjum, innlendum og erlendum um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið 2014. Aðrir þátttakendur voru m.a. Icelandair, Joe & the Juice, SSP frá Bretlandi auk fjölda annarra fyrirtækja. Lagardère og fleiri aðilar voru valdir sem rekstraraðilar í þeirri samkeppni og hefur nú rekið veitinga- og kaffihús á flugstöðinni í rúmlega tvö ár.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði 2. nóvember að Kaffitár, sem ekki fékk áframhaldandi leigupláss í flugstöðinni, fengi hluta útboðsgagnanna afhent með yfirstrikunum. Segir í tilkynningunni að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar. „Um er að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar og viðskiptaskilmála um starfsemi Lagardère. Afhending gagnanna væri brot á trúnaðarskyldu Isavia við Lagardère en einnig á samkeppnislögum nr. 44/2005.“Afhendingin felur í sér röskun á samkeppniLeggst Lagardère gegn því að gögnin verði afhent þriðja aðila. „Lagardère eins og hin fyrirtækin , sem öll eru í samkeppnisrekstri, skrifuðu undir ákvæði um trúnaðarskyldu við Isavia um meðferð viðskipta- og fjárhagsupplýsinga. Isavia hefur þó engu að síður nú þegar afhent mikið magn viðkvæmra trúnaðargagna um fyrirtækin til keppinautar þeirra þar sem þó var, eftir tilmæli frá Samkeppniseftirlitinu, strikað yfir viðkvæmustu upplýsingarnar. Samkeppniseftirlitið ályktaði að afhending þeirra kynni að fela í sér röskun á samkeppni. Öll þau gögn , sem þegar er búið að afhenda, ættu að nægja til að varpa ljósi á hvað eina sem gerðist í aðdraganda og eftir forvalið árið 2014, en ekkert hefur komið fram um að eitthvað misjafnt, óeðlilegt eða ólöglegt hafi átt sér stað. Nú er svo komið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kveðið á um að Isavia skuli ganga enn lengra og afhenda þriðja aðila trúnaðargögn um fjárhag og rekstur Lagardère í heild sinni, án yfirstrikana.“ Í lokin segir að fyrirhuguð afhending gagnanna sé til þess fallin að valda óafturkræfu og ómetanlegu tjóni fyrir starfsemi félagsins. Lagardère rekur fimm staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir eru Nord Restaurant, Mathús, pure food hall, kaffihúsið Segafredo og barinn Loksins.
Neytendur Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira