Íslenskt app hjálpar börnum að læra tónlist Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. desember 2017 06:00 Margrét Júlíana, framkvæmdastjóri Rosamosa, fylgir eftir hröðum uppgangi fyrirtækisins. Á í samstarfi um Mussila víða um heim. vísir/ernir Íslenska smáforritið Mussila, sem er hannað til þess að kenna börnum grunnatriði í tónlist í gegnum skapandi leik, hefur vakið mikla eftirtekt víða um heim. Nýleg rannsókn á smáforritinu gefur til kynna mikla gagnsemi þess. „Rannsóknin fór fram í Eistlandi og í Garðabæ,“ segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Rosamosa sem framleiðir smáforritið. Í rannsóknarverkefni sem var samstarfsverkefni grunnskóla í Garðabæ, þriggja skóla í Eistlandi og vefrannsóknafyrirtækisins Netlife Research í Noregi voru börn prófuð í tónfræði. Prófið hannaði Atli Ingólfsson, prófessor við Listaháskóla Íslands. „Atli hafði ekki séð leikina áður en hann bjó prófið til. Prófið var lagt fyrir 120 börn í Eistlandi á aldrinum 8-9 ára,“ segir Margrét Júlíana. Prófið var svo lagt aftur fyrir börnin þremur vikum seinna en þá hafði hópnum verið skipt í tvennt. Fyrri hópurinn fékk sömu meðaleinkunn og áður eða 58,9 af hundraði. Einkunn seinni hópsins var 20,2% hærri en sá hópur hafði nýtt Mussila-smáforritið til viðbótar við hefðbundna tónlistarkennslu. „Niðurstöðurnar styðja við markmið okkar, við viljum hjálpa börnum að læra í gegnum leik og það er mjög merkilegt að börnin sem notuðu Mussila leystu meira að segja betur úr spurningum um efni sem er ekki kennt í leikjunum. Skilningur barnanna varð dýpri og í víðara samhengi,“ segir Margrét Júlíana sem segir að í allri kennslu sé mikilvægt að virkja rökhugsun barnsins sjálfs. Leikurinn hefur notið mikillar velgengni og hlotið lof gagnrýnenda. Hann hlaut meðal annars fimm stjörnu dóm í BBC Music Magazine. Þá var hann tilnefndur í Nordic Game Awards 2017. Fyrirtækið Rosamosi var tilnefnt fyrir hönd Íslands í Nordic Startup Awards. Í sumar gerði fyrirtækið samning við bresku leikfangakeðjuna Hamleys um þróun og dreifingu á tónlistarnámskeiðum og öðrum vörum sem byggja á leikjunum. Smáforritið hefur einnig vakið athygli í Kína. „Þetta verða tónlistarnámskeið sem verða kennd í verslunum Hamleys. Við erum einnig komin í samstarf við verslanir í Kína,“ segir Margrét frá. „Við stefnum að því að verða leiðandi vörumerki á sviði tónlistarefnis fyrir börn. Við viljum að það sé leikur að læra og því förum við í samstarf við fyrirtæki sem hafa sama markmið og við,“ segir Margrét Júlíana. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Íslenska smáforritið Mussila, sem er hannað til þess að kenna börnum grunnatriði í tónlist í gegnum skapandi leik, hefur vakið mikla eftirtekt víða um heim. Nýleg rannsókn á smáforritinu gefur til kynna mikla gagnsemi þess. „Rannsóknin fór fram í Eistlandi og í Garðabæ,“ segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Rosamosa sem framleiðir smáforritið. Í rannsóknarverkefni sem var samstarfsverkefni grunnskóla í Garðabæ, þriggja skóla í Eistlandi og vefrannsóknafyrirtækisins Netlife Research í Noregi voru börn prófuð í tónfræði. Prófið hannaði Atli Ingólfsson, prófessor við Listaháskóla Íslands. „Atli hafði ekki séð leikina áður en hann bjó prófið til. Prófið var lagt fyrir 120 börn í Eistlandi á aldrinum 8-9 ára,“ segir Margrét Júlíana. Prófið var svo lagt aftur fyrir börnin þremur vikum seinna en þá hafði hópnum verið skipt í tvennt. Fyrri hópurinn fékk sömu meðaleinkunn og áður eða 58,9 af hundraði. Einkunn seinni hópsins var 20,2% hærri en sá hópur hafði nýtt Mussila-smáforritið til viðbótar við hefðbundna tónlistarkennslu. „Niðurstöðurnar styðja við markmið okkar, við viljum hjálpa börnum að læra í gegnum leik og það er mjög merkilegt að börnin sem notuðu Mussila leystu meira að segja betur úr spurningum um efni sem er ekki kennt í leikjunum. Skilningur barnanna varð dýpri og í víðara samhengi,“ segir Margrét Júlíana sem segir að í allri kennslu sé mikilvægt að virkja rökhugsun barnsins sjálfs. Leikurinn hefur notið mikillar velgengni og hlotið lof gagnrýnenda. Hann hlaut meðal annars fimm stjörnu dóm í BBC Music Magazine. Þá var hann tilnefndur í Nordic Game Awards 2017. Fyrirtækið Rosamosi var tilnefnt fyrir hönd Íslands í Nordic Startup Awards. Í sumar gerði fyrirtækið samning við bresku leikfangakeðjuna Hamleys um þróun og dreifingu á tónlistarnámskeiðum og öðrum vörum sem byggja á leikjunum. Smáforritið hefur einnig vakið athygli í Kína. „Þetta verða tónlistarnámskeið sem verða kennd í verslunum Hamleys. Við erum einnig komin í samstarf við verslanir í Kína,“ segir Margrét frá. „Við stefnum að því að verða leiðandi vörumerki á sviði tónlistarefnis fyrir börn. Við viljum að það sé leikur að læra og því förum við í samstarf við fyrirtæki sem hafa sama markmið og við,“ segir Margrét Júlíana.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur