Viðskipti erlent

Bitcoin tekur skarpa dýfu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell.
Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell. Nordicphotos/AFP
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. Var eitt Bitcoin í gær 9.600 dala virði samanborið við 11.434 dali á miðvikudaginn en Bitcoin hafði aldrei verið verðmætara en þá.

Virði Bitcoin hefur samt sem áður aukist gríðarlega frá áramótum en eitt Bitcoin var um þúsund dala virði í upphafi árs. Ýmsir fjárfestar hafa því grætt mikið á uppgangi þessarar rafrænu myntar.

Í viðtali við BBC í gær sagði hagfræðiprófessorinn Garrick Hileman að þar sem Bitcoin væri eftirlitslaus mynt og þar sem færri sýsluðu með hana væru sveiflur sem þessar venjulegar.

Neil Wilson hjá greiningardeild ETX í Lundúnum sagði viðskipti gærdagsins mestu rússíbanareið sem hann hefði séð. Stór ástæða fyrir þessum sveiflum væri hve fjárfestarnir væru fáir og hefðu þar að auki litla sem enga reynslu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,15
27
210.559
ICEAIR
2,55
149
809.462
VIS
1,9
23
594.243
EIK
1,64
1
150
SJOVA
1,02
9
31.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,87
115
1.035.540
SIMINN
-1,65
14
253.757
REGINN
-0,68
2
11.760
ICESEA
-0,63
5
14.457
SVN
-0,45
21
103.623
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.