Viðskipti innlent

Verslunin Kostur lokar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts en hlutafé verslunarinnar var aukið um 44,5 milljónir í fyrra.
Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts en hlutafé verslunarinnar var aukið um 44,5 milljónir í fyrra. Vísir/Stefán

Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar.

Verslunin var opnuð í nóvember 2009 og hefur verið starfrækt í átta ár. Í tilkynningu frá Jón Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts, segir að verslunin hafi meðal annars kynnt vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco.

„Aðstæður breyttust verulega í rekstri Kosts þegar Costco opnaði verslun á Ísland í maí síðastliðnum þar sem í mörgum tilvikum var verið að bjóða sambærilegar vörur frá Kirkland,“ segir Jón Gerald í tilkynningunni.

Þá segir hann að gripið hafi verið til ýmissa ráða til að bregðast við harðnandi samkeppni en það ekki dugað til .

Markaðurinn, fylgririt Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðasta mánuði að Töluverð óvissa væru um rekstrarhæfi Kosts, þar sem skammtímaskuldir Kosts næmu 221 milljón í lok síðasta árs.

„Við höfum því ákveðið að loka versluninni. Næstu daga verður haldin rýmingarsala í Kosti þar sem vörur verða boðnar á allt að helmingsafslætti,“ segir Jón Gerald.


Tengdar fréttir

Óvissa um rekstrarhæfi Kosts

Töluverð óvissa er um rekstrarhæfi matvöruverslunarinnar Kosts að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi verslunarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.