Viðskipti innlent

Verslunin Kostur lokar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts en hlutafé verslunarinnar var aukið um 44,5 milljónir í fyrra.
Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts en hlutafé verslunarinnar var aukið um 44,5 milljónir í fyrra. Vísir/Stefán
Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar.

Verslunin var opnuð í nóvember 2009 og hefur verið starfrækt í átta ár. Í tilkynningu frá Jón Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts, segir að verslunin hafi meðal annars kynnt vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco.

„Aðstæður breyttust verulega í rekstri Kosts þegar Costco opnaði verslun á Ísland í maí síðastliðnum þar sem í mörgum tilvikum var verið að bjóða sambærilegar vörur frá Kirkland,“ segir Jón Gerald í tilkynningunni.

Þá segir hann að gripið hafi verið til ýmissa ráða til að bregðast við harðnandi samkeppni en það ekki dugað til .

Markaðurinn, fylgririt Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðasta mánuði að Töluverð óvissa væru um rekstrarhæfi Kosts, þar sem skammtímaskuldir Kosts næmu 221 milljón í lok síðasta árs.

„Við höfum því ákveðið að loka versluninni. Næstu daga verður haldin rýmingarsala í Kosti þar sem vörur verða boðnar á allt að helmingsafslætti,“ segir Jón Gerald.


Tengdar fréttir

Óvissa um rekstrarhæfi Kosts

Töluverð óvissa er um rekstrarhæfi matvöruverslunarinnar Kosts að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi verslunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×