Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 12:07 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslands veltir fyrir sér hugmyndinni um þjóðarsjóð sem kastað er fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Um væri að ræða sjóð að fyrirmynd olíusjóðs Norðmanna. Skrifin eru hluti af lið sem heitir „skoðun“ og er aðgengilegur á vefsíðu ráðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar.Nýta þarf útflutningsverðmæti ÍslandsKemur fram í pistli Viðskiptaráðs að nýta þurfi aukningu innan auðlindadrifinna greina. Vægi sjávarútvegs- og álframleiðslu hafi minnkað en á móti kemur sjáum við hraðan vöxt innan ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur síðasta árs upp á sjö prósent undirstrikar efnahagslegan stöðugleika, en sérfræðingar hafa spáð því að vöxturinn lækki nú. Því er haldið fram flestallir geti sammælst um að leggja ætti í slíkan sjóð. Óvissa væri hins vegar um það hvenær fjármagn væri tekið út og í hvað það væri notað. Þjóðarsjóður ætti ekki að fjármagna verkefni yfirstandandi kjörtímabils, eða næsta ef út í það er farið. Er þar lagt til að söfnun fari fram í sjóðinn í þó nokkurn tíma svo ávöxtun hans nýtist sem best. Að lokum leggur Viðskiptaráð upp smá dæmi um ávöxtun sjóðsins, út frá arðgreiðslum Landsvirkjunar: Fram hefur komið að arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu hafist í kringum árið 2020 og þá numið um 15 milljörðum kr. á ári. Ef svipuð upphæð yrði lögð í sjóðinn á ári hverju, og gert ráð fyrir 4 prósent ávöxtun, stæði sjóðurinn í 480 milljörðum kr. árið 2040. Ávöxtun sem hægt væri að ráðstafa úr sjóðinum eftir tíu ár frá stofnun (2030) næmi 7–8 milljörðum kr. ef svipuð fjármálaregla yrði sett hér og í Noregi. Árið 2040 fengjust 18 milljarðar kr. Til samanburðar stefna útgjöld til hjúkrunar- og dvalarrýma í 40 milljörðum kr. á þessu ári. Í stjórnarsáttmálanum nýja segir eftirfarandi:„Þjóðarsjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Afmarkaður hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins verður notaður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprotafyrirtækja. Með því verður fræjum sáð til eflingar nýrra vel launaðra starfa í framtíðinni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir elstu kynslóðina.“Gífurlegur vöxtur norska olíusjóðsinsNorðmenn sáu fyrir sér að olíulindir þeirra væru ekki ótæmandi og að olíuverð gæti breyst með auknu framboði annars staðar. Norski þjóðarsjóðurinn var því stofnaður árið 1990 og hófst innflæði í hann sex árum seinna. Markaðsvirði hans hefur vaxið hratt undanfarin ár og eru eignir hans upp á um 250 prósent af landsframleiðslu. Fjárfesting hans fer að fullu fram erlendis svo að olíupeningarnir ýti ekki undir innlenda þenslu. Hann heyrir undir norska þingið og fjármálastofnunum þar í landi og fylgir hann þeirri reglu að ekki megi ganga á höfuðstólinn, heldur einungis nota ávöxtun hans – sem nemur um 4 prósent á ári. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands veltir fyrir sér hugmyndinni um þjóðarsjóð sem kastað er fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Um væri að ræða sjóð að fyrirmynd olíusjóðs Norðmanna. Skrifin eru hluti af lið sem heitir „skoðun“ og er aðgengilegur á vefsíðu ráðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar.Nýta þarf útflutningsverðmæti ÍslandsKemur fram í pistli Viðskiptaráðs að nýta þurfi aukningu innan auðlindadrifinna greina. Vægi sjávarútvegs- og álframleiðslu hafi minnkað en á móti kemur sjáum við hraðan vöxt innan ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur síðasta árs upp á sjö prósent undirstrikar efnahagslegan stöðugleika, en sérfræðingar hafa spáð því að vöxturinn lækki nú. Því er haldið fram flestallir geti sammælst um að leggja ætti í slíkan sjóð. Óvissa væri hins vegar um það hvenær fjármagn væri tekið út og í hvað það væri notað. Þjóðarsjóður ætti ekki að fjármagna verkefni yfirstandandi kjörtímabils, eða næsta ef út í það er farið. Er þar lagt til að söfnun fari fram í sjóðinn í þó nokkurn tíma svo ávöxtun hans nýtist sem best. Að lokum leggur Viðskiptaráð upp smá dæmi um ávöxtun sjóðsins, út frá arðgreiðslum Landsvirkjunar: Fram hefur komið að arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu hafist í kringum árið 2020 og þá numið um 15 milljörðum kr. á ári. Ef svipuð upphæð yrði lögð í sjóðinn á ári hverju, og gert ráð fyrir 4 prósent ávöxtun, stæði sjóðurinn í 480 milljörðum kr. árið 2040. Ávöxtun sem hægt væri að ráðstafa úr sjóðinum eftir tíu ár frá stofnun (2030) næmi 7–8 milljörðum kr. ef svipuð fjármálaregla yrði sett hér og í Noregi. Árið 2040 fengjust 18 milljarðar kr. Til samanburðar stefna útgjöld til hjúkrunar- og dvalarrýma í 40 milljörðum kr. á þessu ári. Í stjórnarsáttmálanum nýja segir eftirfarandi:„Þjóðarsjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Afmarkaður hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins verður notaður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprotafyrirtækja. Með því verður fræjum sáð til eflingar nýrra vel launaðra starfa í framtíðinni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir elstu kynslóðina.“Gífurlegur vöxtur norska olíusjóðsinsNorðmenn sáu fyrir sér að olíulindir þeirra væru ekki ótæmandi og að olíuverð gæti breyst með auknu framboði annars staðar. Norski þjóðarsjóðurinn var því stofnaður árið 1990 og hófst innflæði í hann sex árum seinna. Markaðsvirði hans hefur vaxið hratt undanfarin ár og eru eignir hans upp á um 250 prósent af landsframleiðslu. Fjárfesting hans fer að fullu fram erlendis svo að olíupeningarnir ýti ekki undir innlenda þenslu. Hann heyrir undir norska þingið og fjármálastofnunum þar í landi og fylgir hann þeirri reglu að ekki megi ganga á höfuðstólinn, heldur einungis nota ávöxtun hans – sem nemur um 4 prósent á ári.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira