Töpuðu leik 102-0 eftir að undirbúa sig í tvær vikur Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 09:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Ótrúlegur körfuboltaleikur átti sér stað í Bandaríkjunum á föstudaginn í síðustu viku þegar að menntaskólaliðin Froid-Medicine Lake girls og Brockton mættust. Froid-Medicine vann leikinn, 102-0, en þetta er aðeins í 20. sinn í ríflega 100 ára sögu körfuboltans í Bandaríkjunum sem að lið skorar ekki stig í alvöru mótsleik. Brockton vissi að leikurinn yrði erfiður. Froid-Medicine byrjaði með þrjá leikmenn sem voru hærri en 182 cm á meðan gestirnir voru ekki með eina stelpu í liðinu sem var hærri en 170 cm. SB Nation greinir frá. Brockton-liðið var samt með leikáætlun og undirbjó sig vel fyrir leikinn eða allt fram að því að hver leikmaðurinn á fætur öðrum fór að hringja í þjálfarann og tjá honum að hann kæmist ekki í leikinn. Gestirnir mættu því aðeins með fimm leikmenn, þar á meðal eina stelpu úr áttunda bekk og aðra stúlku á öðru ári sem var ekki búin að spila körfubolta síðan hún var ellefu ára gömul. „Við vissum út í hvað við forum að fara. Við eyddum tveimur vikum í að undirbúa okkur fyrir leikinn en síðan erum við allt í einu bara með fimm leikmenn til taks og þá fór leikáætlunin út um gluggann. Við hættum að taka tölfræði í fyrsta leikhluta. Ég er ekki alveg viss um hvort okkur tókst að ná tíu skotum á körfuna,“ sagði Terrance Johnson, þjálfari Brockton, í viðtali við staðarblaðið Great Falls Tribune. Staðan í hálfleik var 59-0 og létu dómararnir klukkuna bara ganga í seinni hálfleik til þess að minnka skaðann. Það dugði skammt en dómararnir fengu nóg þegar að einn leikmaður Brockton meiddist undir lokin. Gestirnir voru ekki með neinn varamann svo dómararnir stóðu bara yfir henni á meðan leiktíminn rann sitt skeið á enda. „Ég veit að dómararnir hefðu getað hætt leik þegar að þetta var allt farið úr böndunum,“ sagði Lance Brekke, þjálfari, Froid-Medicine. Körfubolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Ótrúlegur körfuboltaleikur átti sér stað í Bandaríkjunum á föstudaginn í síðustu viku þegar að menntaskólaliðin Froid-Medicine Lake girls og Brockton mættust. Froid-Medicine vann leikinn, 102-0, en þetta er aðeins í 20. sinn í ríflega 100 ára sögu körfuboltans í Bandaríkjunum sem að lið skorar ekki stig í alvöru mótsleik. Brockton vissi að leikurinn yrði erfiður. Froid-Medicine byrjaði með þrjá leikmenn sem voru hærri en 182 cm á meðan gestirnir voru ekki með eina stelpu í liðinu sem var hærri en 170 cm. SB Nation greinir frá. Brockton-liðið var samt með leikáætlun og undirbjó sig vel fyrir leikinn eða allt fram að því að hver leikmaðurinn á fætur öðrum fór að hringja í þjálfarann og tjá honum að hann kæmist ekki í leikinn. Gestirnir mættu því aðeins með fimm leikmenn, þar á meðal eina stelpu úr áttunda bekk og aðra stúlku á öðru ári sem var ekki búin að spila körfubolta síðan hún var ellefu ára gömul. „Við vissum út í hvað við forum að fara. Við eyddum tveimur vikum í að undirbúa okkur fyrir leikinn en síðan erum við allt í einu bara með fimm leikmenn til taks og þá fór leikáætlunin út um gluggann. Við hættum að taka tölfræði í fyrsta leikhluta. Ég er ekki alveg viss um hvort okkur tókst að ná tíu skotum á körfuna,“ sagði Terrance Johnson, þjálfari Brockton, í viðtali við staðarblaðið Great Falls Tribune. Staðan í hálfleik var 59-0 og létu dómararnir klukkuna bara ganga í seinni hálfleik til þess að minnka skaðann. Það dugði skammt en dómararnir fengu nóg þegar að einn leikmaður Brockton meiddist undir lokin. Gestirnir voru ekki með neinn varamann svo dómararnir stóðu bara yfir henni á meðan leiktíminn rann sitt skeið á enda. „Ég veit að dómararnir hefðu getað hætt leik þegar að þetta var allt farið úr böndunum,“ sagði Lance Brekke, þjálfari, Froid-Medicine.
Körfubolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira