Árleg útgjöld ríkissjóðs gætu aukist um 32 milljarða Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 16:49 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins SA Samtök atvinnulífsins segja að ef öll fyrirheit stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar verði að veruleika megi búast við 32 milljarða árlegri aukningu útgjalda og 55 milljarða aukningu fjárfestinga- og einskiptisgjalda þegar allt er talið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann furðaði sig á útreikningum sem birtust frá SA í gær og Vísir greindi frá þar sem fram kom að opinber útgjöld gætu orðið allt að 87,9 milljarðar króna á ársgrundvelli. Í frétt sinni gagnrýnir SA að loforð séu ekki tímasett né kostnaðarmetin í sáttmálanum. Það sé galli. Aukinheldur segir þar að nú sé ekki skynsamlegur tímapunktur til að auka verulega útgjöld ríkissjóðs. Nær væri að halda áfram að lækka skuldir. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Íslenska ríkið greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti. Samtök atvinnulífsins hafa lengið kallað eftir aðhaldi í rekstri ríkisins og lýst áhyggjum af mikilli aukningu ríkisútgjalda,“ segir þar.Þensla vegna aukinna ríkisútgjalda Tekið er fram að enginn vafi sé á því að fjárfestingarþörf sé rík. „Augljóst er þó að ekki verður hafist handa við öll verkefnin á sama tíma og að þau munu ekki öll standa yfir allt kjörtímabilið. En SA leggja áherslu á að mikilvægt er að ganga hægt um gleðinnar dyr og hafa borð fyrir báru. SA hafa varað við miklum útgjaldavexti í núgildandi fjármálaáætlun og ítrekað nauðsyn þess að greiða niður skuldir, lækka vaxtakostnað ríkissjóðs og búa í haginn til að geta tekist á við tímabil þegar þrengir að.“ Að lokum kemur fram að þótt vel hafi gengið á þessu ári og tekjur ríkissjóðs reynst meiri en ætlað var sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að útgjaldaaukning ríkisins ýti undir þenslu. Með því gæti launaskrið aukist og erfitt reynst að halda aftur af launakröfum og hækkunum á atvinnumarkaði, á markaði hins opinbera og hins almenna. „Afleiðingarnar geta orðið þær sem við þekkjum svo vel, enda er hagsaga Íslands uppfull af dæmum um að við höfum farið fram úr okkur í uppsveiflum.“ Tengdar fréttir Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Samtök atvinnulífsins benda á að verði öll fyrirheit nýs stjórnarsáttmála uppfyllt muni ríkisútgjöld hækka um 90 milljarða á ársgrundvelli. 7. desember 2017 14:58 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að ef öll fyrirheit stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar verði að veruleika megi búast við 32 milljarða árlegri aukningu útgjalda og 55 milljarða aukningu fjárfestinga- og einskiptisgjalda þegar allt er talið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann furðaði sig á útreikningum sem birtust frá SA í gær og Vísir greindi frá þar sem fram kom að opinber útgjöld gætu orðið allt að 87,9 milljarðar króna á ársgrundvelli. Í frétt sinni gagnrýnir SA að loforð séu ekki tímasett né kostnaðarmetin í sáttmálanum. Það sé galli. Aukinheldur segir þar að nú sé ekki skynsamlegur tímapunktur til að auka verulega útgjöld ríkissjóðs. Nær væri að halda áfram að lækka skuldir. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Íslenska ríkið greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti. Samtök atvinnulífsins hafa lengið kallað eftir aðhaldi í rekstri ríkisins og lýst áhyggjum af mikilli aukningu ríkisútgjalda,“ segir þar.Þensla vegna aukinna ríkisútgjalda Tekið er fram að enginn vafi sé á því að fjárfestingarþörf sé rík. „Augljóst er þó að ekki verður hafist handa við öll verkefnin á sama tíma og að þau munu ekki öll standa yfir allt kjörtímabilið. En SA leggja áherslu á að mikilvægt er að ganga hægt um gleðinnar dyr og hafa borð fyrir báru. SA hafa varað við miklum útgjaldavexti í núgildandi fjármálaáætlun og ítrekað nauðsyn þess að greiða niður skuldir, lækka vaxtakostnað ríkissjóðs og búa í haginn til að geta tekist á við tímabil þegar þrengir að.“ Að lokum kemur fram að þótt vel hafi gengið á þessu ári og tekjur ríkissjóðs reynst meiri en ætlað var sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að útgjaldaaukning ríkisins ýti undir þenslu. Með því gæti launaskrið aukist og erfitt reynst að halda aftur af launakröfum og hækkunum á atvinnumarkaði, á markaði hins opinbera og hins almenna. „Afleiðingarnar geta orðið þær sem við þekkjum svo vel, enda er hagsaga Íslands uppfull af dæmum um að við höfum farið fram úr okkur í uppsveiflum.“
Tengdar fréttir Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Samtök atvinnulífsins benda á að verði öll fyrirheit nýs stjórnarsáttmála uppfyllt muni ríkisútgjöld hækka um 90 milljarða á ársgrundvelli. 7. desember 2017 14:58 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Samtök atvinnulífsins benda á að verði öll fyrirheit nýs stjórnarsáttmála uppfyllt muni ríkisútgjöld hækka um 90 milljarða á ársgrundvelli. 7. desember 2017 14:58