Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Daníel Freyr Birkisson skrifar 7. desember 2017 14:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Hækkun árlegra útgjalda ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja myndi nema 87,9 milljörðum króna verði öll fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar í stjórnarsáttmálanum að veruleika. Á sama tíma yrði tekjusamdráttur 15 milljarðar. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Samtaka atvinnulífsins.Að mati SA ber að meta þessa aukningu þar sem útgjöld ríkissjóðs hér á landi séu með því hæsta sem mælist á meðal OECD-ríkjanna (Efnahags- og framfarastofnunin), eða um 40 prósent af landsframleiðslu. „Það blasir því við að aldrei verður hægt að hrinda öllu í framkvæmd sem lofað er í sáttmálanum,“ segir þar. Sáttmálinn gerir ráð fyrir að uppsveifla haldi áfram og teygi sig áfram yfir kjörtímabilið án stórra áfalla eða skerðinga á tekjum ríkissjóðs. Að mati SA er það áhyggjuefni að ekki hafi verið dreginn meiri lærdómur af sögunni við gerð þessa sáttamála. „Í ríkisfjármálum höfum við reglulega farið fram úr okkur í uppsveiflu og tekið það út með meiri samdrætti en annars þegar slaki myndast í hagkerfinu.“Ítreka mikilvægi skuldaniðurgreiðsluSamtökin gagnrýna hversu lítið er minnst á skuldaniðargreiðslu í sáttmálanum en hvergi er minnst á slíkt í sáttmálanum. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Ísland greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti á meðan Grikkir greiða ekki nema 3,2 prósent og Svíar greiða 0,4 prósent í vaxtagreiðslur. Verði einskiptistekjur nýttar til niðurgreiðslu skulda þá gæti árlegur vaxtasparnaður ríkisins numið um 10 milljörðum. Huga verður að þessum staðreyndum í fjárlagafrumvarpinu,“ segir enn fremur. Mikilvægi forgangsröðunar er þar einnig ítrekað en samtökin telja að ekki hafi verið nógu rík áhersla á það. Til þess að unnt sé að gera betur í ríkisrekstri þurfi að forgangsraða. Að lokum útlistar SA mikilvæg mál sem ekki voru nefnd í stjórnarsáttmálanum. Þar ber helst að nefna niðurgreiðslu skulda, eins og áður segir, aðhald í ríkisrekstri, betri nýtingu á skattfé landsmanna, einföldin á skattkerfinu, ólík rekstrarform, stytting grunnskóla, lestrarvandi ungs fólks og endurskoðun fjármögnunarlíkans háskólanna.Málin sem SA telur að betur hefði verið minnst á í sáttmálanum.SA Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hækkun árlegra útgjalda ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja myndi nema 87,9 milljörðum króna verði öll fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar í stjórnarsáttmálanum að veruleika. Á sama tíma yrði tekjusamdráttur 15 milljarðar. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Samtaka atvinnulífsins.Að mati SA ber að meta þessa aukningu þar sem útgjöld ríkissjóðs hér á landi séu með því hæsta sem mælist á meðal OECD-ríkjanna (Efnahags- og framfarastofnunin), eða um 40 prósent af landsframleiðslu. „Það blasir því við að aldrei verður hægt að hrinda öllu í framkvæmd sem lofað er í sáttmálanum,“ segir þar. Sáttmálinn gerir ráð fyrir að uppsveifla haldi áfram og teygi sig áfram yfir kjörtímabilið án stórra áfalla eða skerðinga á tekjum ríkissjóðs. Að mati SA er það áhyggjuefni að ekki hafi verið dreginn meiri lærdómur af sögunni við gerð þessa sáttamála. „Í ríkisfjármálum höfum við reglulega farið fram úr okkur í uppsveiflu og tekið það út með meiri samdrætti en annars þegar slaki myndast í hagkerfinu.“Ítreka mikilvægi skuldaniðurgreiðsluSamtökin gagnrýna hversu lítið er minnst á skuldaniðargreiðslu í sáttmálanum en hvergi er minnst á slíkt í sáttmálanum. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Ísland greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti á meðan Grikkir greiða ekki nema 3,2 prósent og Svíar greiða 0,4 prósent í vaxtagreiðslur. Verði einskiptistekjur nýttar til niðurgreiðslu skulda þá gæti árlegur vaxtasparnaður ríkisins numið um 10 milljörðum. Huga verður að þessum staðreyndum í fjárlagafrumvarpinu,“ segir enn fremur. Mikilvægi forgangsröðunar er þar einnig ítrekað en samtökin telja að ekki hafi verið nógu rík áhersla á það. Til þess að unnt sé að gera betur í ríkisrekstri þurfi að forgangsraða. Að lokum útlistar SA mikilvæg mál sem ekki voru nefnd í stjórnarsáttmálanum. Þar ber helst að nefna niðurgreiðslu skulda, eins og áður segir, aðhald í ríkisrekstri, betri nýtingu á skattfé landsmanna, einföldin á skattkerfinu, ólík rekstrarform, stytting grunnskóla, lestrarvandi ungs fólks og endurskoðun fjármögnunarlíkans háskólanna.Málin sem SA telur að betur hefði verið minnst á í sáttmálanum.SA
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira