Vivaldi kynnir gluggaspjald til sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 13:44 Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og er í eigu frumkvöðulsins Jón von Tetzchner. Skaparar vafrans Vivaldi hafa nú gefið út nýja útgáfu af honum með tilliti til ábendinga notenda. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og er í eigu frumkvöðulsins Jón von Tetzchner. Hann er sniðinn að fólki sem er mikið á netinu og geta notendur stillt vafrann verulega til að sníða vafrann að eigin notkun. „Vivaldi vafrinn bætir nú við enn einum innbyggðum eiginleikanum, sem auðveldar fólki að stjórna flipum. Notendur geta nú valið hvar þeir staðsetja flipana; þeir geta stjórnað þeim í gegnum lyklaborðið; flokkað þá saman o.fl. Nýja gluggaspjaldið lyftir flipastjórnun upp á hærra plan”, segir Jón von Tetzchener, forstjóri Vivaldi Technologies, í tilkynningu. Stefnt er að því að bæta enn fleiri eiginleikum við gluggaspjaldið í náinni framtíð. Yfirlit yfir nýju uppfærsluna má sjá hér.„Gluggaspjaldið kemur sérstaklega að góðum notum hjá þeim sem þurfa að vinna með marga flipa samtímis. Til viðbótar þá sýnir listinn alla flipa án þess að minnka þá. Það auðveldar yfirsýn og leit að einstökum flipum, “ segir Espen Sand, sem hefur yfirumsjón með þróun gluggaspjaldsins.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“Einnig er búið að bæta nokkrum endurbætum við Vivaldi sem notendur hafa óskað sérstaklega eftir. Þeir þrír eiginlega sem voru efstir á blaði notenda í umræðum á spjallsíðum vafrans voru: -Viðvörun þegar slökkt er á vafranum áður en niðurhali er lokið. -Möguleiki á að setja niðurhal á pásu og halda áfram með það síðar -Hraði niðurhals sýndur á stöðustiku niðurhals. „Við leggjum mikið á okkur til þess að geta boðið upp á vafra sem ekki er háður viðbótum (plug-ins). Við stefnum að því að þróa og endurbæta innbyggða virkni vafrans og tryggja þannig örugga, hraða og fullkomna vafraupplifun!” segir Jón. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skaparar vafrans Vivaldi hafa nú gefið út nýja útgáfu af honum með tilliti til ábendinga notenda. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og er í eigu frumkvöðulsins Jón von Tetzchner. Hann er sniðinn að fólki sem er mikið á netinu og geta notendur stillt vafrann verulega til að sníða vafrann að eigin notkun. „Vivaldi vafrinn bætir nú við enn einum innbyggðum eiginleikanum, sem auðveldar fólki að stjórna flipum. Notendur geta nú valið hvar þeir staðsetja flipana; þeir geta stjórnað þeim í gegnum lyklaborðið; flokkað þá saman o.fl. Nýja gluggaspjaldið lyftir flipastjórnun upp á hærra plan”, segir Jón von Tetzchener, forstjóri Vivaldi Technologies, í tilkynningu. Stefnt er að því að bæta enn fleiri eiginleikum við gluggaspjaldið í náinni framtíð. Yfirlit yfir nýju uppfærsluna má sjá hér.„Gluggaspjaldið kemur sérstaklega að góðum notum hjá þeim sem þurfa að vinna með marga flipa samtímis. Til viðbótar þá sýnir listinn alla flipa án þess að minnka þá. Það auðveldar yfirsýn og leit að einstökum flipum, “ segir Espen Sand, sem hefur yfirumsjón með þróun gluggaspjaldsins.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“Einnig er búið að bæta nokkrum endurbætum við Vivaldi sem notendur hafa óskað sérstaklega eftir. Þeir þrír eiginlega sem voru efstir á blaði notenda í umræðum á spjallsíðum vafrans voru: -Viðvörun þegar slökkt er á vafranum áður en niðurhali er lokið. -Möguleiki á að setja niðurhal á pásu og halda áfram með það síðar -Hraði niðurhals sýndur á stöðustiku niðurhals. „Við leggjum mikið á okkur til þess að geta boðið upp á vafra sem ekki er háður viðbótum (plug-ins). Við stefnum að því að þróa og endurbæta innbyggða virkni vafrans og tryggja þannig örugga, hraða og fullkomna vafraupplifun!” segir Jón.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira