Martin bar af í Tékklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2017 06:00 Martin Hermannsson skoraði 29 stig. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30