Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 15:02 Sala á netmánudegi Heimkaupa er á við mánaðarsölu hjá fyrirtækinu. heimkaup Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics. Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics.
Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent