PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Gert er ráð fyrir að ofninn verði ræstur í byrjun janúar. mynd/gaukur hjartarson Umhverfisstofnun gaf í gær út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. til reksturs á kísilveri á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur framleiðslu á hrákísli til áframframleiðslu erlendis. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum af kísli á ári.Hafsteinn Viktorsson„Að fá starfsleyfið er merkur áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekkert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið og hefja rekstur um leið og framkvæmdum og prófunum er lokið,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og háspennulínur eru í lokaprufunum og verða til á tíma.“ Aðeins ein umsögn barst um tillöguna um starfsleyfi og kom hún frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði flestum af þeim vangaveltum sem birtust í umsögn Landverndar. Í einu tilviki gerði Umhverfisstofnun lagfæringar á tillögu til starfsáætlunar vegna umsagnar Landverndar. Hafsteinn segir ekki langt þar til hægt verði að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum. Hins vegar leggur hann áherslu á að verksmiðjan fari ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé að búnaðurinn virki fullkomlega. „Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefjist upp úr miðjum desember en þar sem við erum þetta nálægt jólum og áramótum má reikna með að ofn eitt verði ekki gangsettur fyrr en í byrjun janúar og ofn tvö 4-6 vikum seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við erum ekki að keppast við einhverja dagsetningu, öll áhersla er lögð á að allar prófanir sýni að öll kerfi og öll tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur áður en við setjum í gang.“ Kísilverið á Bakka er að 86 prósentum í eigu svissneska móðurfélagsins. Hin tæp fjórtán prósentin eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks. Bakkastakkur er í eigu fimmtán lífeyrissjóða hér á landi auk Íslandsbanka. Starfsleyfið tekur þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Klippt var á borða í tíðu síðustu ríkisstjórnar.vísir/auðunn Tengdar fréttir Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Umhverfisstofnun gaf í gær út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. til reksturs á kísilveri á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið hefur framleiðslu á hrákísli til áframframleiðslu erlendis. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum af kísli á ári.Hafsteinn Viktorsson„Að fá starfsleyfið er merkur áfangi fyrir fyrirtækið og nú er ekkert í vegi fyrir að gangsetja kísilverið og hefja rekstur um leið og framkvæmdum og prófunum er lokið,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC á íslandi. „Bæði Þeistareykir og háspennulínur eru í lokaprufunum og verða til á tíma.“ Aðeins ein umsögn barst um tillöguna um starfsleyfi og kom hún frá Landvernd. Fyrirtækið svaraði flestum af þeim vangaveltum sem birtust í umsögn Landverndar. Í einu tilviki gerði Umhverfisstofnun lagfæringar á tillögu til starfsáætlunar vegna umsagnar Landverndar. Hafsteinn segir ekki langt þar til hægt verði að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum. Hins vegar leggur hann áherslu á að verksmiðjan fari ekki í fullan rekstur fyrr en tryggt sé að búnaðurinn virki fullkomlega. „Áætlað er að uppkeyrsluferlið hefjist upp úr miðjum desember en þar sem við erum þetta nálægt jólum og áramótum má reikna með að ofn eitt verði ekki gangsettur fyrr en í byrjun janúar og ofn tvö 4-6 vikum seinna,“ bætir Hafsteinn við. „Við erum ekki að keppast við einhverja dagsetningu, öll áhersla er lögð á að allar prófanir sýni að öll kerfi og öll tæki séu í lagi og tilbúin fyrir rekstur áður en við setjum í gang.“ Kísilverið á Bakka er að 86 prósentum í eigu svissneska móðurfélagsins. Hin tæp fjórtán prósentin eru í eigu fyrirtækisins Bakkastakks. Bakkastakkur er í eigu fimmtán lífeyrissjóða hér á landi auk Íslandsbanka. Starfsleyfið tekur þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Klippt var á borða í tíðu síðustu ríkisstjórnar.vísir/auðunn
Tengdar fréttir Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist finna fyrir miklum stuðningi heimamanna. 13. nóvember 2017 21:15