Ívar um fjarveruna síðustu daga: Ef eitthvað er þá er liðið betra Anton Ingi Leifsson skrifar 16. nóvember 2017 21:30 Ívar messar yfir sínum mönnum í kvöld. vísir/ernir „Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt. Mér fannst við samt alveg geta meira, sérstaklega í fyrri hálfleik,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í kvöld, eftir frábæran sigur á KR. „Það vantaði aðeins kraft í okkur, en við vorum að hitta vel og það var það sem skóp forystuna í fyrri hálfleik. Mér fannst vanta kraft, en krafturinn í þriðja og fjórða var frábær.” Í fyrri hálfleik voru Haukarnir dálítið að rétta KR boltann í stað þess að stinga KR-inga almennilega af. „Okkur vantaði aðeins að klára leikinn vel. Við urðum kærulausir stundum og vorum ekki að gera það sem gekk vel. Um leið og við náðum forystu þá vorum við of seinir að setja upp.” „Heilt yfir er þetta bara flottur sigur og algjör liðssigur þar sem allir eru að skila frábærri vinnu. Við erum að fá stórkostlegt framlag frá bekknum.” Það eru ekki mörg lið sem koma í DHL-höllina og halda KR í 66 stigum eins og Haukarnir gerðu í kvöld. Varnarleikurinn var frábær. „Varnarleikurinn var frábær og stóru mennirnir okkar í teignum voru stórkostlegir. Þeir stoppuðu allt. Ég held ég hafi ekki séð annað eins og varnarleikinn hjá Hjálmari. Hann var rosalegur.” Ívar hefur verið erlendis með kvennalandsliðinu og kann aðstoðarmönnum sínum miklar þakkir fyrir frammistöðu þeirra síðustu daga og vikur, en Vilhjálmur Steinarsson og Steinar Aronsson eru aðstoðarmenn Ívars. „Ég vil hrósa aðstoðarmönnum mínum meðan ég var úti. Þeir hafa verið að sinna þessu, Vilhjálmur og Steinar, og hafa gert það frábærlega. Ef eitthvað er þá er liðið betra. Ég vil koma hrósi á þá tvo,” sagði Ívar þakklátur sínum mönnum í leikslok. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 66-81 | Haukar skelltu KR Haukar unnu glæsilegan sigur á KR í DHL-höllinni í kvöd, en Haukarnir leiddu frá því í fyrsta leikhluta. Mjög flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn fimmtán stig, 81-66. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt. Mér fannst við samt alveg geta meira, sérstaklega í fyrri hálfleik,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í kvöld, eftir frábæran sigur á KR. „Það vantaði aðeins kraft í okkur, en við vorum að hitta vel og það var það sem skóp forystuna í fyrri hálfleik. Mér fannst vanta kraft, en krafturinn í þriðja og fjórða var frábær.” Í fyrri hálfleik voru Haukarnir dálítið að rétta KR boltann í stað þess að stinga KR-inga almennilega af. „Okkur vantaði aðeins að klára leikinn vel. Við urðum kærulausir stundum og vorum ekki að gera það sem gekk vel. Um leið og við náðum forystu þá vorum við of seinir að setja upp.” „Heilt yfir er þetta bara flottur sigur og algjör liðssigur þar sem allir eru að skila frábærri vinnu. Við erum að fá stórkostlegt framlag frá bekknum.” Það eru ekki mörg lið sem koma í DHL-höllina og halda KR í 66 stigum eins og Haukarnir gerðu í kvöld. Varnarleikurinn var frábær. „Varnarleikurinn var frábær og stóru mennirnir okkar í teignum voru stórkostlegir. Þeir stoppuðu allt. Ég held ég hafi ekki séð annað eins og varnarleikinn hjá Hjálmari. Hann var rosalegur.” Ívar hefur verið erlendis með kvennalandsliðinu og kann aðstoðarmönnum sínum miklar þakkir fyrir frammistöðu þeirra síðustu daga og vikur, en Vilhjálmur Steinarsson og Steinar Aronsson eru aðstoðarmenn Ívars. „Ég vil hrósa aðstoðarmönnum mínum meðan ég var úti. Þeir hafa verið að sinna þessu, Vilhjálmur og Steinar, og hafa gert það frábærlega. Ef eitthvað er þá er liðið betra. Ég vil koma hrósi á þá tvo,” sagði Ívar þakklátur sínum mönnum í leikslok.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 66-81 | Haukar skelltu KR Haukar unnu glæsilegan sigur á KR í DHL-höllinni í kvöd, en Haukarnir leiddu frá því í fyrsta leikhluta. Mjög flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn fimmtán stig, 81-66. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 66-81 | Haukar skelltu KR Haukar unnu glæsilegan sigur á KR í DHL-höllinni í kvöd, en Haukarnir leiddu frá því í fyrsta leikhluta. Mjög flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn fimmtán stig, 81-66. 16. nóvember 2017 21:15