Norsk handboltastjarna fetar í fótspor Hörpu Þorsteins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Heidi Loke, til hægri, hefur fagnað mörgum sigrum með norska handboltalandsliðinu á síðustu árum. Hér er hún með Camillu Herrem á ÓL í Ríó. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson valdi línumanninn Heidi Löke í HM-hópinn sinn í gær sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið enda er Löke búin að vera einn besti línumaður heims í meira en áratug. Það sem vekur hinsvegar athygli við þetta val er að Heidi Löke er nýbúin að eignast barn og það bjuggust því ekki margir við því að sjá Löke á þessu heimsmeistaramóti. Þórir tekur þennan 35 ára gamla línumann með á HM í Þýskalandi og hún tekur fjögurra ára gamlan son sinn með. Heidi Löke mætir því á stórmót með kornabarn alveg eins og íslenska knattspyrnukonan Harpa Þorsteinsdóttir gerði á EM í Hollandi síðasta sumar. Harpa fékk þá mikla athygli frá bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum enda með soninn Ými með sér sem hún eignaðist tæpum fimm mánuðum fyrr. „Oscar kemur með á HM. Það er engin spurning um það,“ sagði Heidi Löke í viðtali við Dagbladet. Oscar kom í heiminn 30. júní og varð Heidi þá móðir í annað sinn. Hún á einnig soninn Alexander sem er 10 ára gamall. Bæði Ýmir og Oscar ná því að fara með mömmu sinni á stórmót áður en þeir héldu upp á fimm mánaða afmælið sitt. Heidi Löke hrósar norska handboltasambandinu fyrir að hjálpa henni að gera þetta mögulegt. „Þetta snýst ekki aðeins um að ég komi mér í HM-form. Þetta snýst líka um það að ég á nú barn og þetta var kapall sem þurfti að ganga upp. Oscar er bara fjögurra mánaða gamall og ég verð að vera mamma líka. Ég er virkilega ánægð með hvernig landsliðið hefur leyst þetta,“ sagði Heidi. Oscar og sambýlismaður hennar Björn fá eigið herbergi á liðshótelinu. Heidi Löke spilar nú með Storhamar IL í Noregi en hún hafði áður spilað með ungverska liðinu Györ í sex ár eða frá 2011 til 2017. Heidi Löke hefur unnið níu verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu, sex gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hún missti af Evrópumeistaratitlinum 2016 vegna þess að hún var í barnsburðarleyfi. Handbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Þórir Hergeirsson valdi línumanninn Heidi Löke í HM-hópinn sinn í gær sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið enda er Löke búin að vera einn besti línumaður heims í meira en áratug. Það sem vekur hinsvegar athygli við þetta val er að Heidi Löke er nýbúin að eignast barn og það bjuggust því ekki margir við því að sjá Löke á þessu heimsmeistaramóti. Þórir tekur þennan 35 ára gamla línumann með á HM í Þýskalandi og hún tekur fjögurra ára gamlan son sinn með. Heidi Löke mætir því á stórmót með kornabarn alveg eins og íslenska knattspyrnukonan Harpa Þorsteinsdóttir gerði á EM í Hollandi síðasta sumar. Harpa fékk þá mikla athygli frá bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum enda með soninn Ými með sér sem hún eignaðist tæpum fimm mánuðum fyrr. „Oscar kemur með á HM. Það er engin spurning um það,“ sagði Heidi Löke í viðtali við Dagbladet. Oscar kom í heiminn 30. júní og varð Heidi þá móðir í annað sinn. Hún á einnig soninn Alexander sem er 10 ára gamall. Bæði Ýmir og Oscar ná því að fara með mömmu sinni á stórmót áður en þeir héldu upp á fimm mánaða afmælið sitt. Heidi Löke hrósar norska handboltasambandinu fyrir að hjálpa henni að gera þetta mögulegt. „Þetta snýst ekki aðeins um að ég komi mér í HM-form. Þetta snýst líka um það að ég á nú barn og þetta var kapall sem þurfti að ganga upp. Oscar er bara fjögurra mánaða gamall og ég verð að vera mamma líka. Ég er virkilega ánægð með hvernig landsliðið hefur leyst þetta,“ sagði Heidi. Oscar og sambýlismaður hennar Björn fá eigið herbergi á liðshótelinu. Heidi Löke spilar nú með Storhamar IL í Noregi en hún hafði áður spilað með ungverska liðinu Györ í sex ár eða frá 2011 til 2017. Heidi Löke hefur unnið níu verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu, sex gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hún missti af Evrópumeistaratitlinum 2016 vegna þess að hún var í barnsburðarleyfi.
Handbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira