Norsk handboltastjarna fetar í fótspor Hörpu Þorsteins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Heidi Loke, til hægri, hefur fagnað mörgum sigrum með norska handboltalandsliðinu á síðustu árum. Hér er hún með Camillu Herrem á ÓL í Ríó. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson valdi línumanninn Heidi Löke í HM-hópinn sinn í gær sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið enda er Löke búin að vera einn besti línumaður heims í meira en áratug. Það sem vekur hinsvegar athygli við þetta val er að Heidi Löke er nýbúin að eignast barn og það bjuggust því ekki margir við því að sjá Löke á þessu heimsmeistaramóti. Þórir tekur þennan 35 ára gamla línumann með á HM í Þýskalandi og hún tekur fjögurra ára gamlan son sinn með. Heidi Löke mætir því á stórmót með kornabarn alveg eins og íslenska knattspyrnukonan Harpa Þorsteinsdóttir gerði á EM í Hollandi síðasta sumar. Harpa fékk þá mikla athygli frá bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum enda með soninn Ými með sér sem hún eignaðist tæpum fimm mánuðum fyrr. „Oscar kemur með á HM. Það er engin spurning um það,“ sagði Heidi Löke í viðtali við Dagbladet. Oscar kom í heiminn 30. júní og varð Heidi þá móðir í annað sinn. Hún á einnig soninn Alexander sem er 10 ára gamall. Bæði Ýmir og Oscar ná því að fara með mömmu sinni á stórmót áður en þeir héldu upp á fimm mánaða afmælið sitt. Heidi Löke hrósar norska handboltasambandinu fyrir að hjálpa henni að gera þetta mögulegt. „Þetta snýst ekki aðeins um að ég komi mér í HM-form. Þetta snýst líka um það að ég á nú barn og þetta var kapall sem þurfti að ganga upp. Oscar er bara fjögurra mánaða gamall og ég verð að vera mamma líka. Ég er virkilega ánægð með hvernig landsliðið hefur leyst þetta,“ sagði Heidi. Oscar og sambýlismaður hennar Björn fá eigið herbergi á liðshótelinu. Heidi Löke spilar nú með Storhamar IL í Noregi en hún hafði áður spilað með ungverska liðinu Györ í sex ár eða frá 2011 til 2017. Heidi Löke hefur unnið níu verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu, sex gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hún missti af Evrópumeistaratitlinum 2016 vegna þess að hún var í barnsburðarleyfi. Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu Sjá meira
Þórir Hergeirsson valdi línumanninn Heidi Löke í HM-hópinn sinn í gær sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið enda er Löke búin að vera einn besti línumaður heims í meira en áratug. Það sem vekur hinsvegar athygli við þetta val er að Heidi Löke er nýbúin að eignast barn og það bjuggust því ekki margir við því að sjá Löke á þessu heimsmeistaramóti. Þórir tekur þennan 35 ára gamla línumann með á HM í Þýskalandi og hún tekur fjögurra ára gamlan son sinn með. Heidi Löke mætir því á stórmót með kornabarn alveg eins og íslenska knattspyrnukonan Harpa Þorsteinsdóttir gerði á EM í Hollandi síðasta sumar. Harpa fékk þá mikla athygli frá bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum enda með soninn Ými með sér sem hún eignaðist tæpum fimm mánuðum fyrr. „Oscar kemur með á HM. Það er engin spurning um það,“ sagði Heidi Löke í viðtali við Dagbladet. Oscar kom í heiminn 30. júní og varð Heidi þá móðir í annað sinn. Hún á einnig soninn Alexander sem er 10 ára gamall. Bæði Ýmir og Oscar ná því að fara með mömmu sinni á stórmót áður en þeir héldu upp á fimm mánaða afmælið sitt. Heidi Löke hrósar norska handboltasambandinu fyrir að hjálpa henni að gera þetta mögulegt. „Þetta snýst ekki aðeins um að ég komi mér í HM-form. Þetta snýst líka um það að ég á nú barn og þetta var kapall sem þurfti að ganga upp. Oscar er bara fjögurra mánaða gamall og ég verð að vera mamma líka. Ég er virkilega ánægð með hvernig landsliðið hefur leyst þetta,“ sagði Heidi. Oscar og sambýlismaður hennar Björn fá eigið herbergi á liðshótelinu. Heidi Löke spilar nú með Storhamar IL í Noregi en hún hafði áður spilað með ungverska liðinu Györ í sex ár eða frá 2011 til 2017. Heidi Löke hefur unnið níu verðlaun á stórmótum með norska landsliðinu, sex gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hún missti af Evrópumeistaratitlinum 2016 vegna þess að hún var í barnsburðarleyfi.
Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu Sjá meira