Forstjóri Skeljungs: Tímasetningin hefur legið fyrir í langan tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 19:15 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Henrik Egholm, forstjóri Skeljungs, segir að tímasetning kaupréttarins sem hann nýtti sér í dag hafi legið fyrir í langan tíma. Tímasetningin hafi ekkert með boðaða hagræðingu Skeljungs að gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Egholm sem send var á fjölmiðla eftir að greint var frá því að hann, ásamt forstjóra Magn F/O, dótturfyrirtækis Skeljungs í Færeyjum, hefðu í dag nýtt sér kauprétt í Skeljungi á genginu 2,8. Nokkrum klukkustundum síðar seldi Egholm stærstan hlut þeirra bréfa sem hann keypti á genginu 7,3, markaðsgengi Skeljungs. Hagnaðist hann um 105 milljónir og forstjóri Magn F/O um 117 milljónir. Í yfirlýsingunni segir Egholm að viðskiptin séu í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, en Egholm var forstjóri Magn F/O áður en hann tók nýverið við sem forstjóri Skeljungs. Þetta segir Egholm að hafi komið fram í í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. „Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá,“ segir í yfirlýsingu Egholm.Fyrir helgi var tilkynnt um hagræðingaráform Skeljungs. Sem liður í því var 29 starfsmönnum sagt upp, bæði starfsmönnum á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. Þá voru svið sameinuð, stjórnunarstöðum fækkað og áform kynnt um að hætta notkun á vörumerkinu Skeljungur og einbeita sér að rekstri Orkunnar. „Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi,“ segir í yfirlýsingu Egholm ásamt því að breytingunum sé ætlað styrkja Skeljung á hörðum samkeppnismarkaði. „Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra,“ segir í yfirlýsingu Egholms sem lesa má hér fyrir neðan.29 manns var nýverið sagt upp hjá SkeljungiVísir/GVAYfirlýsing forstjóra Skeljungs í heild sinni„Viðskipti mín með hluti í Skeljungi eru í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, og fjallað er um í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá.Í síðustu viku voru kynntar ákvarðanir um breytingar á skipulagi Skeljungs og hagræðingu í rekstrinum. Þeim breytingum er ætlað að styrkja fyrirtækið á hörðum samkeppnismarkaði, en einnig eru þær liður í því, að auka verðmæti Skeljungs til lengri tíma. Stjórnendur fyrirtækisins munu halda áfram að bæta reksturinn og festa Skeljung í sessi sem leiðandi afl á markaði sem er að breytast. Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi.Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra.“ Tengdar fréttir Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47 29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50 Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Henrik Egholm, forstjóri Skeljungs, segir að tímasetning kaupréttarins sem hann nýtti sér í dag hafi legið fyrir í langan tíma. Tímasetningin hafi ekkert með boðaða hagræðingu Skeljungs að gera. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Egholm sem send var á fjölmiðla eftir að greint var frá því að hann, ásamt forstjóra Magn F/O, dótturfyrirtækis Skeljungs í Færeyjum, hefðu í dag nýtt sér kauprétt í Skeljungi á genginu 2,8. Nokkrum klukkustundum síðar seldi Egholm stærstan hlut þeirra bréfa sem hann keypti á genginu 7,3, markaðsgengi Skeljungs. Hagnaðist hann um 105 milljónir og forstjóri Magn F/O um 117 milljónir. Í yfirlýsingunni segir Egholm að viðskiptin séu í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, en Egholm var forstjóri Magn F/O áður en hann tók nýverið við sem forstjóri Skeljungs. Þetta segir Egholm að hafi komið fram í í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. „Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá,“ segir í yfirlýsingu Egholm.Fyrir helgi var tilkynnt um hagræðingaráform Skeljungs. Sem liður í því var 29 starfsmönnum sagt upp, bæði starfsmönnum á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. Þá voru svið sameinuð, stjórnunarstöðum fækkað og áform kynnt um að hætta notkun á vörumerkinu Skeljungur og einbeita sér að rekstri Orkunnar. „Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi,“ segir í yfirlýsingu Egholm ásamt því að breytingunum sé ætlað styrkja Skeljung á hörðum samkeppnismarkaði. „Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra,“ segir í yfirlýsingu Egholms sem lesa má hér fyrir neðan.29 manns var nýverið sagt upp hjá SkeljungiVísir/GVAYfirlýsing forstjóra Skeljungs í heild sinni„Viðskipti mín með hluti í Skeljungi eru í samræmi við kaupréttarsamkomulag sem gert var í aprílmánuði árið 2014, og fjallað er um í skráningarlýsingu félagsins frá nóvember 2016, og tilkynningu til kauphallarinnar þann 22. febrúar 2017. Tímasetning kaupréttanna hefur því legið fyrir í langan tíma og markaðsaðilar hafa fengið aðgang að öllum verðmótandi upplýsingum sem fyrir liggja. Það skal áréttað, að umtalsvert magn hlutanna sem ég keypti í Skeljungi er enn í minni eigu – að markaðsvirði um 12 milljónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá.Í síðustu viku voru kynntar ákvarðanir um breytingar á skipulagi Skeljungs og hagræðingu í rekstrinum. Þeim breytingum er ætlað að styrkja fyrirtækið á hörðum samkeppnismarkaði, en einnig eru þær liður í því, að auka verðmæti Skeljungs til lengri tíma. Stjórnendur fyrirtækisins munu halda áfram að bæta reksturinn og festa Skeljung í sessi sem leiðandi afl á markaði sem er að breytast. Tímasetning minna viðskipta með hluti í félaginu hefur ekkert að gera með boðaða hagræðingu, heldur stýrist hún af af ákvæðum í kaupréttarsamningi.Sem forstjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skeljungs. Allar rekstrarákvarðanir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félagsins, bregðast við breytingum á markaði og tryggja samkeppnishæfni Skeljungs. Stefnulegar ákvarðanir mínar hafa ekkert að gera með kaup og sölu hlutabréfa, hvorki mín eigin né annarra.“
Tengdar fréttir Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47 29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50 Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Skeljungstoppar hagnast um 200 milljónir á nokkrum klukkustundum dögum eftir uppsagnir Forstjóri Skeljungs og forstjóri Magn F/O, dótturfyrirtæki Skeljungs í Færeyjum högnuðust í dag um alls 223 milljónir á nokkrum klukkustundum eftir að þeir nýttu kauprétt þeirra á hlutabréfum í Skeljungi. 31. október 2017 17:47
29 sagt upp hjá Skeljungi Starfsmennirnir hafa sinnt ólíkum störfum innan fyrirtækisins, ýmist á skrifstofum þess eða afgreiðslustöðvum. 27. október 2017 08:50
Uppsagnirnar liður í breytingum hjá Skeljungi "Við tilkynntum í dag að vörumerkið Skeljungur mun breytast í Orkuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs en það er liður í áætlunum Skeljungs um að einfalda rekstur eldneytisstöðva fyrirtækisins. 27. október 2017 14:30