Handbolti

Strákarnir mæta heims- og Ólympíumeisturunum á æfingamóti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir mæta sterkum liðum á æfingamóti í Noregi í apríl á næsta ári.
Íslensku strákarnir mæta sterkum liðum á æfingamóti í Noregi í apríl á næsta ári. vísir/anton
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tekur þátt á sterku æfingamóti í Noregi í apríl á næsta ári. Mbl.is greinir frá.

Mótið fer fram 2.-8. apríl. Auk Íslands og Noregs taka Danmörk og Frakkland þátt á mótinu.

Um gríðarlega sterka andstæðinga er að ræða. Danir eru ríkjandi Ólympíumeistarar, Frakkar heimsmeistarar og Norðmenn enduðu í 2. sæti á HM í janúar á þessu ári.

Mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir leiki í undankeppni HM í júní 2018.

Ísland mætir Svíþjóð í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn.

Létt yfir strákunum í morgun | Myndir

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn.

Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins

Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×