Handbolti

Létt yfir strákunum í morgun | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir eru klárir í bátana fyrir leikina gegn Svíum.
Íslensku strákarnir eru klárir í bátana fyrir leikina gegn Svíum. vísir/eyþór
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn.

Íslenski hópurinn er mjög ungur en helmingur þeirra 20 leikmanna sem Geir Sveinsson valdi eru fæddir 1995 eða seinna.

Tveir úr þessum 20 manna hóp verða ekki með í leikjunum tveimur; Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson.

Íslensku strákarnir virkuðu afslappaðir á æfingu í Valshöllinni í morgun og tilbúnir í slaginn gegn lærisveinum Kristjáns Andréssonar.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í morgun og tók myndirnar hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn.

Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins

Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×