Handbolti

Fullkomin byrjun hjá Erlingi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erlingur og lærisveinar hans eru á toppnum í sínum riðli í undankeppni HM 2019.
Erlingur og lærisveinar hans eru á toppnum í sínum riðli í undankeppni HM 2019. vísir/getty
Erlingur Richardsson stýrði hollenska karlalandsliðinu í handbolta til sigurs á því belgíska, 25-26, í undankeppni HM í dag.

Holland hefur því unnið báða leikina undir stjórn Erlings en á miðvikudaginn vann hollenska liðið það gríska, 29-20.

Holland er með fjögur stig á toppi riðils 5 í undankeppninni. Næsti leikur Hollendinga er gegn Tyrkjum í byrjun janúar á næsta ári.

Bobby Schagen var markahæstur í liði Hollands með sjö mörk. Hann er markahæstur í undankeppninni með 19 mörk.

Erlingur tók við hollenska liðið í byrjun þessa mánaðar. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við hollenska handboltasambandið.


Tengdar fréttir

Erlingi ætlað að yngja hollenska liðið upp

Eins og frá var greint á Vísi í gær hefur Erlingur Richardsson verið ráðinn þjálfari hollenska karlalandsliðsins í handbolta. Ráðningin átti sér ekki langan aðdraganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×