Ekki sjálfgefið að Kári fari aftur í Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2017 07:00 Kári er hér í leik með Haukum gegn Tindastóli. Stóra spurningin er hvort hann fer aftur í rauða búninginn. Vísir/Anton „Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“ Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“
Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira