Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Hörður Ægisson skrifar 3. október 2017 09:45 Festi er næst stærsta smásölufélag landsins og rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. VÍSIR/ERNIR Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira