Körfubolti

Keflvíkingar búnir að finna sér annan Kana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cameron Forte í leik með Georgia-háskólanum.
Cameron Forte í leik með Georgia-háskólanum. vísir/getty

Keflavík hefur fundið sér bandarískan leikmann fyrir átökin í Domino's deild karla á næsta tímabili.

Sá heitir Cameron Forte og 24 ára gamall framherji. Hann boðaði komu sína til Keflavíkur á Twitter í dag.

Forte lék með þremur liðum í bandaríska háskólaboltanum á árunum 2012-16. Síðasta árið sitt í háskóla lék hann með Portland State og skoraði 19,2 stig, tók 9,3 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik með liðinu.

Forte á að fylla skarð Kevins Young sem var látinn fara eftir aðeins nokkrar vikur í herbúðum Keflavíkur.

Keflvíkingar mæta Valsmönnum í 1. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn kemur.


Tengdar fréttir

KR og Keflavík verja Íslandsmeistaratitlana sína

Körfuknattleikssamband Íslands kynnti í dag árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um lokaröðina í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta en kynningarfundur körfuboltatímabilsins fór fram í Laugardalshöllinni í hádeginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.