Körfubolti

Keflvíkingar búnir að finna sér annan Kana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cameron Forte í leik með Georgia-háskólanum.
Cameron Forte í leik með Georgia-háskólanum. vísir/getty
Keflavík hefur fundið sér bandarískan leikmann fyrir átökin í Domino's deild karla á næsta tímabili.

Sá heitir Cameron Forte og 24 ára gamall framherji. Hann boðaði komu sína til Keflavíkur á Twitter í dag.

Forte lék með þremur liðum í bandaríska háskólaboltanum á árunum 2012-16. Síðasta árið sitt í háskóla lék hann með Portland State og skoraði 19,2 stig, tók 9,3 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik með liðinu.

Forte á að fylla skarð Kevins Young sem var látinn fara eftir aðeins nokkrar vikur í herbúðum Keflavíkur.

Keflvíkingar mæta Valsmönnum í 1. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn kemur.


Tengdar fréttir

KR og Keflavík verja Íslandsmeistaratitlana sína

Körfuknattleikssamband Íslands kynnti í dag árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um lokaröðina í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta en kynningarfundur körfuboltatímabilsins fór fram í Laugardalshöllinni í hádeginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.