Kaupþing hætt við að selja eftirlýstum kaupsýslumanni tískukeðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 06:31 Hinn áhugasami bauð 60 milljónir punda fyrir verslanirnar. VÍSIR/STEFÁN Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47
Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25