Kaupþing hætt við að selja eftirlýstum kaupsýslumanni tískukeðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 06:31 Hinn áhugasami bauð 60 milljónir punda fyrir verslanirnar. VÍSIR/STEFÁN Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kaupþing hefur hætt við fyrirhugaða sölu á fataverslunarkeðjunum Coast, Warehouse og Oasis eftir að í ljós kom að sá eini tilboðsgjafinn er á hlaupum undan armi laganna. Kaupþing setti verslanirnar á sölu í nóvember í fyrra en þær hafa verið í eigu félagsins frá árinu 2009 en það heldur utan um eignir gamla bankans. Rúmlega sex þúsund manns starfa í 750 útibúum verslannna en um er að ræða eina stærstu tískuvörukeðju Bretlands. Fram kemur frétt í Sunday Times að nokkrir hafi sýnt keðjunum áhuga og að fyrir um mánuði síðan hafi Kaupþing verið í einkaviðræðum við fjárfestingasjóðinn Emerisque Brands. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 af Ajay Khaitan sem grunaður er um fjársvik í indversku borginni Calcutta árið 1988. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Khaitan sem hefur ætíð neitað fyrir aðild sína að málinu. Talsmaður Khaitan sagði í samtali við The Telegraph að deilan varði sjö þúsund punda kröfu, eða um 976 þúsund krónur, sem búið sé að endurgreiða.Sjá einnig: Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Talsmaðurinn bætti við að Khaitan hefði flutt til Bretlands fyrir 20 árum og hefur ekki getað farið aftur til Indlands til að vera viðstaddur fjölda réttarhalda vegna þessa máls, sem hefur orðið til þess að handtökuskipunin var gefin út. Talið er að Khaitan hafi boðið um 60 milljónir punda, um 8,3 milljarða íslenskra króna fyrir keðjurnar. Lengi hefur legið fyrir að Kaupþing gæti ekki gert sér vonir um að fá meira en 100 milljónir punda fyrir eignina. Kaupþing vildi ekki greina frá ástæðum þess að hætti hafi verið við söluna til Emerisque Brands í samtali við Sunday Times. Framkvæmdastjóri félagsins, Paul Copley, sagði þó að það væri í engri tímaþröng við að selja keðjurnar. „Okkur finnst verðmætamat markaðarins ekki vera í takti við það sem okkur finnst um fyrirtækin,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47 Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kaupþing fái ekki meira en 100 milljónir punda fyrir verslanir sínar Búist við að verslanir Warehouse, Oasis og Coast seljist á minna en hundrað milljónir punda. 30. apríl 2017 23:47
Eftirlýstur kaupsýslumaður vill tískukeðjur frá Kaupþingi Viðræðurnar snúast um 60 milljónir punda. 11. september 2017 10:25