Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 21:21 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22