Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 21:21 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22