Laxeldi í Ísafjarðardjúpi hefði jákvæð áhrif á íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 16:34 Gunnar Tryggvason kynnti skýrsluna á fjölmennum borgarafundi á Ísafirði í dag. Vísir/Skjáskot Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira