Rafrænar kosningar styrkja lýðræðið Eiríkur Þór Theodórsson skrifar 26. september 2017 17:34 Strax í upphafi kosningabaráttunnar kemur fram skýr munur á Pírötum og nær öllum hinum flokkunum sem að hafa ákveðið að bjóða fram í komandi kosningum. Munurinn liggur meðal annars í því að Píratar þora að láta fólkið ráða hverjir skipa listana og hvernig frambjóðendum er raðað í sæti. Þetta er gert með lýðræðislegri kosningu á netinu (sjá: www.x.piratar.is,) eftir að fólk hefur gefið kost á sér. Flokksmeðlimum er gefin ein vika til að kynna sér frambjóðendur og klára málið. Þessi lýðræðislega leið er gegnsæ og nútímaleg. Er það ekki liðin tíð, gamaldags og mjög ólýðræðislegt að vera með kjördæmisráð sem stillir upp lista þegar hægt er að hafa rafræna kosningu sem allir félagar geta tekið þátt í. Píratar notast við nútímatækni og allt er upp á borðum hvað varðar vinnubrögðin. Þetta er leið sem að hinir flokkarnir þora ekki að fara, þeir virðast hræddir við beint lýðræði og nútímatækni. Píratar boða nýjar aðferðir og ný vinnubrögð. Beint lýðræði er stór hluti af framtíðarsýn Pírata. Fólkið í landinu á að geta tekið virkari þátt í ákvörðunum um kjör þess og framgang þjóðmála. Hægt er að sjá fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um heilbrigðismálin, þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hversu miklum fjármunum á að ráðstafa til þessa mikilvæga málaflokks í lýðræðislegum beinum kosningum sem fram fara á netinu. Í dag og á undanförnum áratugum hefur þjóðin mátt horfa upp á hvernig staðhæfingar og loforð stjórnmálamanna hafa að litlu orðið þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð. Stefnuyfirlýsingar samstarfsflokka í ríkisstjórn hafa heldur ekki haldið vatni eins og dæmin sýna og er nýjasta fjárlagafrumvarpið skýrt dæmi um svikin loforð. Píratar vilja hleypa fólkinu í landinu beint að ákvörðunum um mikilvægustu málin sem Alþingi fjallar um og þarf að leysa. Með rafrænum kosningum og beinu lýðræði næst meirihlutavilji fólksins í landinu að koma fram, ekki einungis í alþingiskosningum heldur einnig þeirra á milli. Píratar ráða við tæknina og treysta fólkinu til að velja. Horfum fram á veginn og hræðumst ekki breytingar.Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Strax í upphafi kosningabaráttunnar kemur fram skýr munur á Pírötum og nær öllum hinum flokkunum sem að hafa ákveðið að bjóða fram í komandi kosningum. Munurinn liggur meðal annars í því að Píratar þora að láta fólkið ráða hverjir skipa listana og hvernig frambjóðendum er raðað í sæti. Þetta er gert með lýðræðislegri kosningu á netinu (sjá: www.x.piratar.is,) eftir að fólk hefur gefið kost á sér. Flokksmeðlimum er gefin ein vika til að kynna sér frambjóðendur og klára málið. Þessi lýðræðislega leið er gegnsæ og nútímaleg. Er það ekki liðin tíð, gamaldags og mjög ólýðræðislegt að vera með kjördæmisráð sem stillir upp lista þegar hægt er að hafa rafræna kosningu sem allir félagar geta tekið þátt í. Píratar notast við nútímatækni og allt er upp á borðum hvað varðar vinnubrögðin. Þetta er leið sem að hinir flokkarnir þora ekki að fara, þeir virðast hræddir við beint lýðræði og nútímatækni. Píratar boða nýjar aðferðir og ný vinnubrögð. Beint lýðræði er stór hluti af framtíðarsýn Pírata. Fólkið í landinu á að geta tekið virkari þátt í ákvörðunum um kjör þess og framgang þjóðmála. Hægt er að sjá fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um heilbrigðismálin, þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hversu miklum fjármunum á að ráðstafa til þessa mikilvæga málaflokks í lýðræðislegum beinum kosningum sem fram fara á netinu. Í dag og á undanförnum áratugum hefur þjóðin mátt horfa upp á hvernig staðhæfingar og loforð stjórnmálamanna hafa að litlu orðið þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð. Stefnuyfirlýsingar samstarfsflokka í ríkisstjórn hafa heldur ekki haldið vatni eins og dæmin sýna og er nýjasta fjárlagafrumvarpið skýrt dæmi um svikin loforð. Píratar vilja hleypa fólkinu í landinu beint að ákvörðunum um mikilvægustu málin sem Alþingi fjallar um og þarf að leysa. Með rafrænum kosningum og beinu lýðræði næst meirihlutavilji fólksins í landinu að koma fram, ekki einungis í alþingiskosningum heldur einnig þeirra á milli. Píratar ráða við tæknina og treysta fólkinu til að velja. Horfum fram á veginn og hræðumst ekki breytingar.Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun