Rafrænar kosningar styrkja lýðræðið Eiríkur Þór Theodórsson skrifar 26. september 2017 17:34 Strax í upphafi kosningabaráttunnar kemur fram skýr munur á Pírötum og nær öllum hinum flokkunum sem að hafa ákveðið að bjóða fram í komandi kosningum. Munurinn liggur meðal annars í því að Píratar þora að láta fólkið ráða hverjir skipa listana og hvernig frambjóðendum er raðað í sæti. Þetta er gert með lýðræðislegri kosningu á netinu (sjá: www.x.piratar.is,) eftir að fólk hefur gefið kost á sér. Flokksmeðlimum er gefin ein vika til að kynna sér frambjóðendur og klára málið. Þessi lýðræðislega leið er gegnsæ og nútímaleg. Er það ekki liðin tíð, gamaldags og mjög ólýðræðislegt að vera með kjördæmisráð sem stillir upp lista þegar hægt er að hafa rafræna kosningu sem allir félagar geta tekið þátt í. Píratar notast við nútímatækni og allt er upp á borðum hvað varðar vinnubrögðin. Þetta er leið sem að hinir flokkarnir þora ekki að fara, þeir virðast hræddir við beint lýðræði og nútímatækni. Píratar boða nýjar aðferðir og ný vinnubrögð. Beint lýðræði er stór hluti af framtíðarsýn Pírata. Fólkið í landinu á að geta tekið virkari þátt í ákvörðunum um kjör þess og framgang þjóðmála. Hægt er að sjá fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um heilbrigðismálin, þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hversu miklum fjármunum á að ráðstafa til þessa mikilvæga málaflokks í lýðræðislegum beinum kosningum sem fram fara á netinu. Í dag og á undanförnum áratugum hefur þjóðin mátt horfa upp á hvernig staðhæfingar og loforð stjórnmálamanna hafa að litlu orðið þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð. Stefnuyfirlýsingar samstarfsflokka í ríkisstjórn hafa heldur ekki haldið vatni eins og dæmin sýna og er nýjasta fjárlagafrumvarpið skýrt dæmi um svikin loforð. Píratar vilja hleypa fólkinu í landinu beint að ákvörðunum um mikilvægustu málin sem Alþingi fjallar um og þarf að leysa. Með rafrænum kosningum og beinu lýðræði næst meirihlutavilji fólksins í landinu að koma fram, ekki einungis í alþingiskosningum heldur einnig þeirra á milli. Píratar ráða við tæknina og treysta fólkinu til að velja. Horfum fram á veginn og hræðumst ekki breytingar.Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Strax í upphafi kosningabaráttunnar kemur fram skýr munur á Pírötum og nær öllum hinum flokkunum sem að hafa ákveðið að bjóða fram í komandi kosningum. Munurinn liggur meðal annars í því að Píratar þora að láta fólkið ráða hverjir skipa listana og hvernig frambjóðendum er raðað í sæti. Þetta er gert með lýðræðislegri kosningu á netinu (sjá: www.x.piratar.is,) eftir að fólk hefur gefið kost á sér. Flokksmeðlimum er gefin ein vika til að kynna sér frambjóðendur og klára málið. Þessi lýðræðislega leið er gegnsæ og nútímaleg. Er það ekki liðin tíð, gamaldags og mjög ólýðræðislegt að vera með kjördæmisráð sem stillir upp lista þegar hægt er að hafa rafræna kosningu sem allir félagar geta tekið þátt í. Píratar notast við nútímatækni og allt er upp á borðum hvað varðar vinnubrögðin. Þetta er leið sem að hinir flokkarnir þora ekki að fara, þeir virðast hræddir við beint lýðræði og nútímatækni. Píratar boða nýjar aðferðir og ný vinnubrögð. Beint lýðræði er stór hluti af framtíðarsýn Pírata. Fólkið í landinu á að geta tekið virkari þátt í ákvörðunum um kjör þess og framgang þjóðmála. Hægt er að sjá fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um heilbrigðismálin, þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hversu miklum fjármunum á að ráðstafa til þessa mikilvæga málaflokks í lýðræðislegum beinum kosningum sem fram fara á netinu. Í dag og á undanförnum áratugum hefur þjóðin mátt horfa upp á hvernig staðhæfingar og loforð stjórnmálamanna hafa að litlu orðið þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð. Stefnuyfirlýsingar samstarfsflokka í ríkisstjórn hafa heldur ekki haldið vatni eins og dæmin sýna og er nýjasta fjárlagafrumvarpið skýrt dæmi um svikin loforð. Píratar vilja hleypa fólkinu í landinu beint að ákvörðunum um mikilvægustu málin sem Alþingi fjallar um og þarf að leysa. Með rafrænum kosningum og beinu lýðræði næst meirihlutavilji fólksins í landinu að koma fram, ekki einungis í alþingiskosningum heldur einnig þeirra á milli. Píratar ráða við tæknina og treysta fólkinu til að velja. Horfum fram á veginn og hræðumst ekki breytingar.Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar