Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 07:51 Bombardier er með umfangsmikla framleiðslu í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Bombardier Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna. Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna.
Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira